Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, sagði frá því að Spalletti vildi taka sér frí frá þjálfun og að félagið myndi ekki standa í vegi fyrir honum.
Hinn 64 ára gamli Luciano Spalletti hefur stýrt Napoli liðunu síðan í júlí 2021 og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum.
„Af virðingu við klúbbinn þá sagði ég De Laurentiis strax frá því að ég þurfti að taka mér frí,“ sagði Luciano Spalletti.
„Hann er frjáls maður. Þú verður að verða örlátur í lífinu. Ég bjóst aldrei við neinu í staðinn. Hann gaf okkur titilinn og ég þakka honum fyrir það. Nú er það rétta í stöðunni að leyfa honum að gera það sem hann elskar að gera,“ sagði Aurelio De Laurentiis.
Félagið átti möguleika á að bæta við ári við samning hans og þegar það gerði það án þess að ræða það frekar við Spalletti þá tók hann því mjög illa upp.
Spalletti hafði fengið sér stórt tattú á hendina til minningar um þennan sögulega meistaratitil sem Napoli vann síðast með Diego Maradona innanborðs.
Síðasti leikur Napoli undir stjórn Spalletti verður á heimavelli á móti Sampdoria 4. júní næstkomandi.