Alfreð í „skammarkróknum“ en Freyr er með plan A, B og C til reiðu Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2023 10:59 Nykobing FC vs Lyngby Boldklub - Danish Nordicbet Liga NYKOBING, DENMARK - MAY 23: Freyr Alexandersson, head coach of Lyngby Boldklub during the Danish Nordicbet Liga match between Nykobing FC and Lyngby Boldklub at Lolland Banks Park on May 23, 2022 in Nykbing, Denmark. (Photo by Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images) Alfreð Finnbogason verður fjarri góðu gamni í dag er hann tekur út leikbann í gífurlega mikilvægum leik Lyngby gegn AaB. Sævar Atli Magnússon snýr hins vegar aftur í lið Lyngby og Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins segist vera klár með plan A, B og C. Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“ Danski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í viðureign Lyngby gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni á eftir. Liðin eru bæði bullandi fallbaráttu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum. Á heimasíðu Lyngby var leikmannahópur liðsins opinberaður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Þar segir að Alfreð Finnbogason sé í „skammarkróknum“ en hann tekur út leikbann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyngby. Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyngby. Þær felast í því að Sævar Atli Magnússon hefur tekið út sitt leikbann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar. „Úrslitaleikir helgi eftir helgi“ Lyngby er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins að andrúmsloftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að félagið tryggði sig upp í dönsku úrvalsdeildina. „Það eru bara úrslitaleikir helgi eftir helgi og það er eitthvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig umhverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auðvitað eru þetta erfiðar aðstæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“ Freyr er viðbúinn öllu í leik dagsins. „Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heimavelli og ég er afskaplega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heimavöll sem andstæðingar okkar hlakka ekki til að spila á. Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heimavelli, og auðvitað er það möguleiki hjá okkur í dag. Andstæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“
Danski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira