Samningur Pochettino við Chelsea gildir til sumarsins 2026 en knattspyrnustjórinn hafði náð samkomulagi við félagið um kaup og kjör fyrir hálfum mánuði síðan.
Pochettino tekur við stjórnartaumunum hjá Chelsea af bráðabirgðarstjóranum Frank Lampard sem steig inn á Brúnna í stað Graham Potter sem var rekinn eftir dapurt gengi.
Chelsea tekur á móti Newcastle United á Stamford Bridge í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag og gæti Pochettino verið viðstaddur þann leik.
Pochettino var síðast á mála hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain en hann var látinn fara frá félaginu í júlí í fyrra.
Argentínumaðurinn þekkir ensku úrvalsdeildina vel eftir tíma sinn hjá Tottenham sem og Souhampton í deildinni.
Hann tekur við Chelsea á afar erfiðum tímum fyrir félagið. Chelsea situr í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina og mun ekki taka þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Mauricio Pochettino has finally signed the contract as new Chelsea head coach after verbal agreement reached 2 weeks ago. #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2023
Official statement ready, he s starting his job as Chelsea manager next week.
Contract will be valid until June 2026.
Here we go confirmed. pic.twitter.com/7BaBpimsFm