Nýr gjaldmiðill á Hellu og mikill áhugi á mótorkrossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2023 21:06 Gunnar las meðal annars upp úr bókinni á uppskeruhátíðinni en hún heitir „Bella gella krossari". Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr gjaldmiðill var tekin upp á Hellu í vikunni þegar nemendur grunnskólans buðu bæjarbúum á markað í íþróttahúsinu þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði. Krossarar komu líka við sögu á hátíðinni og þá voru nemendur með sína eigin fréttastofu. Það var góð stemming í íþróttahúsinu á fimmtudaginn þar sem nemendur Grunnskólans á Hellu voru með „Bæjarhelluna“, sem er árlega uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur seldu ýmsar vörur, sem þau höfðu búið til, auk þess að vera með skemmtidagskrá eins og danssýningu. Sérstakur gjaldmiðill var í umferð þennan dag þar sem fólk verslaði ýmislegt af nemendum með gjaldmiðlum eftir að hafa skipt íslenskum krónum í nýja gjaldmiðilinn. „Þetta eru Hellur, okkar útgáfa af krónum. Þær er í mörgum stærðum en það er tvö þúsund, eitt þúsund, eitt hundrað og fimm hundruð. Það eru alltaf vextir og verðbólga og allt hérna, ekki spurning,“ segir Kristinn Andri Sverrisson, nemandi í 9. bekk Nemendurnir voru meðal annars með glæsilega dansýningu í íþróttahúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur voru með sína eignin fréttastofu þar sem viðtöl voru tekin og fréttir sagðar. En hvað var helst í fréttum á Hellu? „Bæjarhellan", vinirnir og Grunnskólinn á Hellu,“ sögðu fréttamennirnir Jakob Agnar, Björgvin Geir og Þór. Krossarar vöktu sérstaka athygli á Bæjarhellunni en skýringin kom fljótt í ljós. Gunnar Helgason, barnabókarithöfundur var á staðnum að kynna nýjustu bókina sína“, Bella gella krossari“ en nokkrir nemendur skólans eiga heiðurinn af nafni bókarinnar, sem kom í heita pottinum á Hellu. “Þeir hreinlega réðust á mig í sundi í fyrra. Þeir voru í skólasundi en ég var bara að slaka á því ég var að reyna að skrifa og svona í sumarbústaðnum og þeir bara skipuðu mér að skrifa bók, sem átti að heita “Bella gella krossari” af því að þeir eru í mótorkrossi,” segir Gunnar hlæjandi. Mikill áhugi er á krossurum og öllum, sem tengist slíkum hjólum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir strákarnir voru kallaðir upp á svið og fengu að sjálfsögðu bókina að gjöf frá Gunnari. En það var ekki allt búið þá. Nei, Gunnar ákvað að taka smá rúnt á krossara. Það gekk aðeins illa fyrst, hann drap á hjólinu en svo rauk hann af stað. “Þetta var hræðilegt, þetta var hræðilegt,” sagði Gunnar eftir ferðina. Strákrnir fengu allir eintak af nýju bókinni hans Gunnars Helgasonar og voru af því tilefni kallaðir upp á svið þar, sem þeir tóku á móti gjöfinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Það var góð stemming í íþróttahúsinu á fimmtudaginn þar sem nemendur Grunnskólans á Hellu voru með „Bæjarhelluna“, sem er árlega uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur seldu ýmsar vörur, sem þau höfðu búið til, auk þess að vera með skemmtidagskrá eins og danssýningu. Sérstakur gjaldmiðill var í umferð þennan dag þar sem fólk verslaði ýmislegt af nemendum með gjaldmiðlum eftir að hafa skipt íslenskum krónum í nýja gjaldmiðilinn. „Þetta eru Hellur, okkar útgáfa af krónum. Þær er í mörgum stærðum en það er tvö þúsund, eitt þúsund, eitt hundrað og fimm hundruð. Það eru alltaf vextir og verðbólga og allt hérna, ekki spurning,“ segir Kristinn Andri Sverrisson, nemandi í 9. bekk Nemendurnir voru meðal annars með glæsilega dansýningu í íþróttahúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur voru með sína eignin fréttastofu þar sem viðtöl voru tekin og fréttir sagðar. En hvað var helst í fréttum á Hellu? „Bæjarhellan", vinirnir og Grunnskólinn á Hellu,“ sögðu fréttamennirnir Jakob Agnar, Björgvin Geir og Þór. Krossarar vöktu sérstaka athygli á Bæjarhellunni en skýringin kom fljótt í ljós. Gunnar Helgason, barnabókarithöfundur var á staðnum að kynna nýjustu bókina sína“, Bella gella krossari“ en nokkrir nemendur skólans eiga heiðurinn af nafni bókarinnar, sem kom í heita pottinum á Hellu. “Þeir hreinlega réðust á mig í sundi í fyrra. Þeir voru í skólasundi en ég var bara að slaka á því ég var að reyna að skrifa og svona í sumarbústaðnum og þeir bara skipuðu mér að skrifa bók, sem átti að heita “Bella gella krossari” af því að þeir eru í mótorkrossi,” segir Gunnar hlæjandi. Mikill áhugi er á krossurum og öllum, sem tengist slíkum hjólum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir strákarnir voru kallaðir upp á svið og fengu að sjálfsögðu bókina að gjöf frá Gunnari. En það var ekki allt búið þá. Nei, Gunnar ákvað að taka smá rúnt á krossara. Það gekk aðeins illa fyrst, hann drap á hjólinu en svo rauk hann af stað. “Þetta var hræðilegt, þetta var hræðilegt,” sagði Gunnar eftir ferðina. Strákrnir fengu allir eintak af nýju bókinni hans Gunnars Helgasonar og voru af því tilefni kallaðir upp á svið þar, sem þeir tóku á móti gjöfinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira