Lífið

Af­lýsir öllum tón­leikum vegna tauga­sjúk­dómsins

Máni Snær Þorláksson skrifar
Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikunum en hún segist þó ekki vera búin að gefast upp 
Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikunum en hún segist þó ekki vera búin að gefast upp  Getty/Dave J Hogan

Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikum sínum vegna ólæknandi taugasjúkdóms sem hún er með. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast á ensku stiff person syndrome. Dion segist þó ekki ætla að gefast upp, hún hlakki til að koma fram aftur á ný.

Alls er um að ræða tuttugu og fjóra tónleika sem allir áttu að fara fram í Evrópu. Til að mynda ætlaði Dion að koma fram í Kaupmannahöfn, London, Osló, París og Stokkhólmi en ljóst er að ekkert verður af því í bili.

„Mér þykir svo leitt að valda ykkur aftur vonbrigðum,“ segir Dion í upphafi færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni í gær. Hún var þegar búin að aflýsa fjölda tónleika og fresta öðrum af sömu ástæðu. „Þó svo að það brjóti í mér hjartað er best að við aflýsum öllu þar til ég er raunverulega tilbúin til að vera aftur á sviði.“

Dion virðist þó vera staðráðin í að halda tónleika á ný:

„Ég er ekki að gefast upp og ég get ekki beðið eftir því að sjá ykkur aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.