Skrefi nær því sem engum hefur tekist Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 07:30 Marcus Smart var þefvís á boltann í gærkvöld og náði að stela honum fimm sinnum af Miami-mönnum, auk þess að skora 23 stig. AP/Michael Dwyer Leikmenn Boston Celtics hafa spilað fjóra leiki upp á líf og dauða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og alltaf lifað af. Í nótt unnu þeir Miami Heat 110-97 og minnkuðu forskot Miami í 3-2 í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira