Íslenskir Tinu-unnendur syrgja rokkdrottninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2023 20:00 Sigga Beinteins, Raggi „Turner“ og Bryndís Ásmundsdóttir eru stóraðdáendur rokkdrottningarinnar. Vísir/Getty Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner. Andlát söngkonunnar hefur valdið sorg á heimsvísu en jafnframt þakklæti fyrir framtak hennar til tónlistarinnar. Við náðum tali af nokkrum dyggustu unnendum hennar hérlendis. Tónlist hennar hafi bjargað lífi hans Ragnar Erling Hermannsson, oft nefndur Raggi Turner, er líklega einn mesti aðdáandi rokkstjörnunnar á landinu. Fyrir um átta árum fékk hann sér stærðarinnar húðflúr af andliti hennar á upphandlegg sinn. Hann segir andlát Tinu Turner ekki hafa komið sér á óvart, hún hafi verið orðin mjög veik og átt skilið hvíld eftir annasama og erfiða ævi. „Ég var mjög nálægt því kominn að fara bara upp í flugvél og fljúga til Zürich um daginn,“ segir Ragnar, sem átti sér þá ósk að hitta hana. Tina var búsett í Sviss síðustu þrjátíu ár ævi sinnar. „Við fengum ekki að hittast í þessu lífi en ég fékk að sjá hana tvisvar á tónleikum,“ segir Ragnar. Hann segir tónlist Tinu hafa bjargað lífi sínu oftar en einu sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oGpFcHTxjZs">watch on YouTube</a> „Hafði eitthvað meira en allir aðrir“ Sigga Beinteins, söngkona, lýsir Turner sem mikilli fyrirmynd sinni í tónlistinni. Sjálf sá Sigga Tinu þrisvar koma fram á tónleikum. „Hún heltók salinn frá upphafi til enda,“ segir hún um framkomu Tinu á tónleikunum. Hún segir frá því þegar hún stóð svo nálægt sviðinu á tónleikum Tinu að henni fannst hún geta snert hana. „Maður gargaði bara eins og hálfviti.“ Sigga fer fögrum orðum um rokkstjörnuna. „Þessi kona var gjörsamlega mögnuð og ótrúleg.“ Hún segir Tinu hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég veit ekki hvort það komi einhvern tímann kona með þennan presens,“ segir Sigga. „Hún fellur í flokk með Elvis og Michael Jackson og Whitney Houston og svona fólki. Þetta er bara fólk sem hafði eitthvað meira en allir aðrir.“ Mikil baráttukona sem gafst aldrei upp Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur oft verið nefnd hin íslenska Tina Turner. Hún hefur í tvo áratugi komið fram á hinum ýmsu tónleikum og flutt lög söngkonunnar. Hún segir Tinu hafa veitt sér mikinn innblástur sem listamaður, sem og í lífinu og segir hana mikla baráttukonu og Valkyrju sem gafst aldrei upp. „Hvað varðar Tinu þá hefur hún ekki bara hjálpað mér í gegnum tónlist heldur líka sem baráttumanneskja,“ segir Bryndís. Hún vekur athygli á að þann 24. júní næstkomandi mun hún heiðra minningu rokkdrottningarinnar á Græna hattinum. Tónlist Andlát Tengdar fréttir Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39 Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23 Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Andlát söngkonunnar hefur valdið sorg á heimsvísu en jafnframt þakklæti fyrir framtak hennar til tónlistarinnar. Við náðum tali af nokkrum dyggustu unnendum hennar hérlendis. Tónlist hennar hafi bjargað lífi hans Ragnar Erling Hermannsson, oft nefndur Raggi Turner, er líklega einn mesti aðdáandi rokkstjörnunnar á landinu. Fyrir um átta árum fékk hann sér stærðarinnar húðflúr af andliti hennar á upphandlegg sinn. Hann segir andlát Tinu Turner ekki hafa komið sér á óvart, hún hafi verið orðin mjög veik og átt skilið hvíld eftir annasama og erfiða ævi. „Ég var mjög nálægt því kominn að fara bara upp í flugvél og fljúga til Zürich um daginn,“ segir Ragnar, sem átti sér þá ósk að hitta hana. Tina var búsett í Sviss síðustu þrjátíu ár ævi sinnar. „Við fengum ekki að hittast í þessu lífi en ég fékk að sjá hana tvisvar á tónleikum,“ segir Ragnar. Hann segir tónlist Tinu hafa bjargað lífi sínu oftar en einu sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oGpFcHTxjZs">watch on YouTube</a> „Hafði eitthvað meira en allir aðrir“ Sigga Beinteins, söngkona, lýsir Turner sem mikilli fyrirmynd sinni í tónlistinni. Sjálf sá Sigga Tinu þrisvar koma fram á tónleikum. „Hún heltók salinn frá upphafi til enda,“ segir hún um framkomu Tinu á tónleikunum. Hún segir frá því þegar hún stóð svo nálægt sviðinu á tónleikum Tinu að henni fannst hún geta snert hana. „Maður gargaði bara eins og hálfviti.“ Sigga fer fögrum orðum um rokkstjörnuna. „Þessi kona var gjörsamlega mögnuð og ótrúleg.“ Hún segir Tinu hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég veit ekki hvort það komi einhvern tímann kona með þennan presens,“ segir Sigga. „Hún fellur í flokk með Elvis og Michael Jackson og Whitney Houston og svona fólki. Þetta er bara fólk sem hafði eitthvað meira en allir aðrir.“ Mikil baráttukona sem gafst aldrei upp Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur oft verið nefnd hin íslenska Tina Turner. Hún hefur í tvo áratugi komið fram á hinum ýmsu tónleikum og flutt lög söngkonunnar. Hún segir Tinu hafa veitt sér mikinn innblástur sem listamaður, sem og í lífinu og segir hana mikla baráttukonu og Valkyrju sem gafst aldrei upp. „Hvað varðar Tinu þá hefur hún ekki bara hjálpað mér í gegnum tónlist heldur líka sem baráttumanneskja,“ segir Bryndís. Hún vekur athygli á að þann 24. júní næstkomandi mun hún heiðra minningu rokkdrottningarinnar á Græna hattinum.
Tónlist Andlát Tengdar fréttir Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39 Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23 Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39
Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23
Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38