Nauðsynlegt að laga gufulögnina á ný til að geta haldið úti sundkennslu Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2023 14:01 Sundlaugin í Laugarskarði í Hveragerði þykir en fegursta sundlaug landsins. Hveragerðisbær Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar. Bæjarráð tók fyrir áskorun frá sunddeild íþróttafélagsins Hamars á fundi sínum á mánudag þar skorað er á bæjaryfirvöld að bregðast við stöðunni. Í erindinu kemur fram að sunddeild Hamars hafi í áratugi haldið úti starfsemi í Laugarskarði og eigi sér djúpar rætur í menningu og íþróttalífi Hvergerðinga. „Sunddeildin hefur átt í verulegum erfiðleikum í gegnum árin við að halda úti starfsemi deildarinnar hér í Sundlauginni Laugarskarði. Vitað hefur verið að gufulögnin sem liggur að sundlauginni hefur ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægilegur hiti á sundlauginni, skólasund sem og sundæfingar falla því ítrekað niður,“ segir í erindinu. Lagfæring síðasta vor dugði ekki til Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Ráðist var endurnýjun á gufulögninni, frá sundlaugarkari og að sundlaugarhúsi, og hún stækkuð síðasta vor. Þær breytingar virðast þó ekki hafa dugað til að laga hitastigið í lauginni. „Það er vitað mál að til að laga þetta í eitt skipti fyrir öll verður að skipta út gufulögninni. Það er í raun forkastanlegt að við séum með eina af fallegustu sundlaugum landsins hér hjá okkur í Hveragerði en getum ekki nýtt okkur hana að fullu vegna annmarka á gufulögninni,“ segir í erindi sunddeildarinnar. Leita leiða til að lagfæra gufulögnina Ennfremur segir í bréfinu að það hafi valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir alla sundiðkun barna og fullorðinna í Hveragerði þegar sundlaugin verður óstarfhæf vegna kulda á veturna. Líkt og fram kemur í fundargerð samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina. Hveragerði Hamar Sundlaugar Tengdar fréttir Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Bæjarráð tók fyrir áskorun frá sunddeild íþróttafélagsins Hamars á fundi sínum á mánudag þar skorað er á bæjaryfirvöld að bregðast við stöðunni. Í erindinu kemur fram að sunddeild Hamars hafi í áratugi haldið úti starfsemi í Laugarskarði og eigi sér djúpar rætur í menningu og íþróttalífi Hvergerðinga. „Sunddeildin hefur átt í verulegum erfiðleikum í gegnum árin við að halda úti starfsemi deildarinnar hér í Sundlauginni Laugarskarði. Vitað hefur verið að gufulögnin sem liggur að sundlauginni hefur ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægilegur hiti á sundlauginni, skólasund sem og sundæfingar falla því ítrekað niður,“ segir í erindinu. Lagfæring síðasta vor dugði ekki til Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Ráðist var endurnýjun á gufulögninni, frá sundlaugarkari og að sundlaugarhúsi, og hún stækkuð síðasta vor. Þær breytingar virðast þó ekki hafa dugað til að laga hitastigið í lauginni. „Það er vitað mál að til að laga þetta í eitt skipti fyrir öll verður að skipta út gufulögninni. Það er í raun forkastanlegt að við séum með eina af fallegustu sundlaugum landsins hér hjá okkur í Hveragerði en getum ekki nýtt okkur hana að fullu vegna annmarka á gufulögninni,“ segir í erindi sunddeildarinnar. Leita leiða til að lagfæra gufulögnina Ennfremur segir í bréfinu að það hafi valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir alla sundiðkun barna og fullorðinna í Hveragerði þegar sundlaugin verður óstarfhæf vegna kulda á veturna. Líkt og fram kemur í fundargerð samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina.
Hveragerði Hamar Sundlaugar Tengdar fréttir Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01