Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 11:50 Damon Albarn kom fram á Coachella tónlistarhátíðinni fyrr á þessu ári. Frazer Harrison/Getty Images Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis. Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá erjunni. Þar kemur fram að nefndin hafi miklar áhyggjur af hávaðamengun frá dælunni en fyrir er tónlistarmaðurinn þegar með aðra dælu tengda við hús sitt. Segir nefndin að um sé að ræða gríðarlega fallegt náttúrusvæði sem eigi að vera hægt að njóta í ró og næði. Í umfjöllun breska götublaðsins kemur fram að Albarn hafi fengið byggingarleyfi í október 2021 til þess að breyta gömlu bóndabýli í heimili sitt, gallerí og vinnustofu. Þá sótti tónlistarmaðurinn svo um leyfi fyrr á þessu ári til þess að bæta við þó nokkrum hlutum við heimili sitt, meðal annars áðurnefndri varmadælu. Ljóst er að tónlistarmaðurinn kann vel við sig í ró og næði en hann hefur um árabil átt hús í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hefur hann nýtt tímann vel, samið tónlist og rölt um fjöruna. Þess er getið í umfjöllun breska miðilsins að tónlistarmanninum sé umhugað um umhverfi sitt og að varmadælurnar séu umhverfisvænar. Miðillinn hefur þrátt fyrir það eftir nefndarmanni í sveitarstjórninni í Devon að kassinn utan um varmadælu Albarn sé þrír fermetrar að stærð og rúmir 50 sentímetrar að hæð. Hún sé því ekkert augnayndi, auk þess sem hávaði af henni sé alltof mikill. Þá segir nefndarmaðurinn að hin nýja varmadæla sé auk þess utan þess svæðis sem Albarn hafi fengið leyfi til að byggja á og þá veldur það nefndinni vonbrigðum að hún sé upp sett til þess að hita hús sem tónlistarmaðurinn hyggst ekki nýta til einkanota, heldur í viðskiptalegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun götublaðsins. Bretland Íslendingar erlendis England Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá erjunni. Þar kemur fram að nefndin hafi miklar áhyggjur af hávaðamengun frá dælunni en fyrir er tónlistarmaðurinn þegar með aðra dælu tengda við hús sitt. Segir nefndin að um sé að ræða gríðarlega fallegt náttúrusvæði sem eigi að vera hægt að njóta í ró og næði. Í umfjöllun breska götublaðsins kemur fram að Albarn hafi fengið byggingarleyfi í október 2021 til þess að breyta gömlu bóndabýli í heimili sitt, gallerí og vinnustofu. Þá sótti tónlistarmaðurinn svo um leyfi fyrr á þessu ári til þess að bæta við þó nokkrum hlutum við heimili sitt, meðal annars áðurnefndri varmadælu. Ljóst er að tónlistarmaðurinn kann vel við sig í ró og næði en hann hefur um árabil átt hús í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hefur hann nýtt tímann vel, samið tónlist og rölt um fjöruna. Þess er getið í umfjöllun breska miðilsins að tónlistarmanninum sé umhugað um umhverfi sitt og að varmadælurnar séu umhverfisvænar. Miðillinn hefur þrátt fyrir það eftir nefndarmanni í sveitarstjórninni í Devon að kassinn utan um varmadælu Albarn sé þrír fermetrar að stærð og rúmir 50 sentímetrar að hæð. Hún sé því ekkert augnayndi, auk þess sem hávaði af henni sé alltof mikill. Þá segir nefndarmaðurinn að hin nýja varmadæla sé auk þess utan þess svæðis sem Albarn hafi fengið leyfi til að byggja á og þá veldur það nefndinni vonbrigðum að hún sé upp sett til þess að hita hús sem tónlistarmaðurinn hyggst ekki nýta til einkanota, heldur í viðskiptalegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun götublaðsins.
Bretland Íslendingar erlendis England Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“