Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Máni Snær Þorláksson skrifar 23. maí 2023 22:05 Maðurinn endaði á að henda bókinni eftir Hugleik í ruslið til að binda enda á vandræðin. Skjáskot/Vimeo/SVT Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. „Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því. Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Nei, þetta er ekki eitthvað til að hlæja að,“ sagði Lina, annar helmingur parsins sem um ræðir, þegar hún sá bókina eftir Hugleik í bókahillunni hjá Alexanderi, hinum helmingnum. Um er að ræða bókina Is This Some Kind of Joke? sem kom upphaflega út árið 2006. Bókin inniheldur klassískar skopmyndir í stíl Hugleiks en Lina var vægast sagt ekki hrifin af þeim. Hún sagði bókina vera „niðrandi í garð kvenna og samkynhneigðra.“ Þá virtist vera sem Lina tæki þessu mjög alvarlega. Hún sagði að ef Alexander væri með húmor fyrir bók Hugleiks þá ætti sambandið þeirra líklegast ekki eftir að ganga upp. Um er að ræða þáttinn Gift vid första ögonkastet þar sem par giftist við fyrstu kynni og þurfa svo að búa saman í fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum taka þau ákvörðun um hvort þau vilji áfram vera gift. Sömuleiðis er rætt við sérfræðinga í sambands- og fjölskyldumálum. Myndi ekki vilja að öllum líkaði við skopmyndirnar Sænski ríkisfjölmiðillinn SVT ræddi við Hugleik vegna málsins en hann kippir sér ekki mikið upp við þetta allt saman. „Ég myndi ekki vilja að öllum líkaði við þetta því þá væri ég að gera eitthvað vitlaust.“ Hann segir skopmyndir sínar ekki vera gerðar til að tjá kynjamisrétti, hatur gegn samkynhneigðum eða rasisma. Þvert á móti séu þær gerðar til að benda á hluti sem honum finnst vera slæmir. Bækur Hugleiks fóru í ruslið. „Þær eru eins og sálfræðitími fyrir mig, til að takast á við ljótleika heimsins. Ég held að húmor sé góð leið til að kljást við hluti sem eru svo hræðilegir að þú getur ekki skilið þá. Ef það gerir fólk reitt þá þýðir það að reiðin sé að koma frá réttum stað. Það þýðir að þú sért á móti, til dæmis, hatri gegn samkynhneigðum. Ef það þýðir að þú misskildir brandarann minn, þá er það í lagi.“ Líti ekki út fyrir að vera gott samband Alexander segir í þættinum að hann skammist sín fyrir bókina. Eftir að Lina las upp brandara í bókinni sannfærði hana um að bókin væri hluti af gömlum tíma, þegar hann var óþroskaður. Nú sé hann annar maður og því henti hann bókinni í ruslið. Hugleikur fékk að sjá umrætt atvik og hefur sitt að segja um það: „Þetta lítur ekki út fyrir að vera gott samband. Ef einhver er neyddur í að henda bókum því annars er sambandinu lokið... þá myndi ég fara strax í að leita að útgönguleiðinni.“ Að lokum er Hugleikur spurður hvort það væri eitthvað menningarlegt sem fengi hann til að hætta með makanum. „Ég er mjög frjálslyndur en nasistaminjagripir, ég ætti mjög erfitt með svoleiðis,“ segir hann við því.
Svíþjóð Raunveruleikaþættir Ástin og lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira