Nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði IFK Norrköping í leiknum á meðan að Sveinn Aron Guðjohnsen var í fremstu víglínu í liði Elfsborg.
Á tuttugustu mínútu hitnaði heldur betur í kolunum á milli liðanna þegar að Sveinn Aron Guðjohnsen var allt of seinn í tæklingu og keyrði af fullu afli inn í Arnór Sigurðsson í stöðunni 0-0.
Sjá mátti að liðsfélagar Arnórs, auk þjálfara IFK Norrköping, voru allt annað en sáttir með tæklingu Sveins Arons.
Sveinn Aron fékk gult spjald að launum fyrir tæklinguna og átta mínútum síðar kvittaði Arnór fyrir brotið með marki beint úr aukaspyrnu.
Leiknum lauk þó með 2-1 endurkomusigri Elfsborgar en Arnór Ingvi Traustason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í seinni marki Elfsborgar.
Atvikið milli Sveins Arons og Arnórs á tuttugustu mínútu leiksins má sjá hér fyrir neðan:
Sveinn Gudjohnsen varnas efter den här situationen med landsmannen Arnór Sigurdsson pic.twitter.com/GDhUddGMlD
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023