Leitað að Maddie við lón í Portúgal Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 10:11 Lögregluþjónar að störfum við uppistöðulón Arade stíflunnar nærri Silves í Portúgal. AP/Joao Matos Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Leitin við uppistöðulónið á að standa yfir í dag og á morgun. Hún fer fram á grunni beiðni frá lögreglunni í Þýskalandi og er það vegna þess að þýskur maður sem heitir Christian Brückner er sagður hafa farið að lóninu á tímanum sem McCann hvarf. Sjá einnig: Leitað við stíflu í máli McCann Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að naugða 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Búið er að leita tvisvar sinnum á svæðinu áður. Einu sinni árið 2008 og svo árið 2014. Sky News var með myndavél við lónið þar sem leitað er og má fylgjast með leitinni í morgun í spilaranum hér að neðan. Portúgal Madeleine McCann Tengdar fréttir Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06 Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24 Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar. Leitin við uppistöðulónið á að standa yfir í dag og á morgun. Hún fer fram á grunni beiðni frá lögreglunni í Þýskalandi og er það vegna þess að þýskur maður sem heitir Christian Brückner er sagður hafa farið að lóninu á tímanum sem McCann hvarf. Sjá einnig: Leitað við stíflu í máli McCann Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að naugða 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann. Sjá einnig: Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Búið er að leita tvisvar sinnum á svæðinu áður. Einu sinni árið 2008 og svo árið 2014. Sky News var með myndavél við lónið þar sem leitað er og má fylgjast með leitinni í morgun í spilaranum hér að neðan.
Portúgal Madeleine McCann Tengdar fréttir Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06 Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24 Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06
Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 4. apríl 2023 22:24
Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. 20. september 2022 09:21