Gísli Marteinn segir fólk hafa fullan rétt á að hrauna yfir sig Máni Snær Þorláksson skrifar 22. maí 2023 21:40 Gísli Marteinn segir að hann myndi fara í taugarnar á sjálfum sér ef hann væri ekki hann sjálfur. Stöð 2 Fannar Sveinsson ræðir við sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson í nýjasta þætti Framkomu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Meðal annars er Gísla spurður út í þá gagnrýni sem hann fær á netinu og hvort hann taki hana inn á sig. Gísli Marteinn stýrir sjónvarpsþættinum Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af netverjum vegna þeirra. „Þegar einhver gagnrýnir hvað þú ert að gera eða finnst Vikan leiðinleg, tekurðu það til þín?“ spyr Fannar hann meðal annars í þætti gærkvöldsins. „Er einhver að segja það?“ spyr Gísli Marteinn og hlær. „Ég var að djóka. Það er svo margt fólk sem hatar Vikuna svo mikið og mig að ég bara er alveg steinhissa.“ Gísli segir þó að hann haldi að ekki sé um að ræða djúpt hatur. „Ég meina, fólk heldur til dæmis að Akureyringar hati mig rosalega mikið út af skoðunum mínum á flugvellinum.“ Það endurspeglist þó ekki í heimsóknum hans norður. „Svo fer ég til Akureyrar, það er ekki til betra fólk.“ Færi í taugarnar á sjálfum sér Sjálfum finnst Gísla í fínu lagi að fólki finnist þetta og hitt um hann. „Mér finnst allt þetta fólk hafa bara fullan rétt á að hafa þessar skoðanir á mér og hrauna yfir mig,“ segir hann. „Ég er með risastórt platform, risastóra rödd þar sem ég get verið að gasa um það sem mér sýnist. Þau hafa það ekki og þá mega þau bara nota þetta litla platform til þess. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef líka alveg lært alveg helling af einhverju fólki sem hefur gagnrýnt mig. Það hefur sagt eitthvað og ég hugsa: Já, heyrðu þetta er nú bara góður punktur.“ Gísli segist þá ekki dvelja í gagnrýninni sem hann fær. „Alls ekki og fyrir utan það, oft er ég bara sammála einhverri gagnrýni,“ segir hann. „Ég til dæmis tala ógeðslega hátt og er með gjallandi rödd. Ég hef oft horft á sjálfan mig í sjónvarpinu og verið bara: Oh jesus christ hvað þessi gæji færi í taugarnar á mér ef ég væri ekki hann.“ Gísli og Fannar hlæja þá saman og sá síðarnefndi segir að lokum: „Gísli Marteinn færi í taugarnar á þér ef þú værir ekki Gísli Marteinn.“ Framkoma Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Sjá meira
Gísli Marteinn stýrir sjónvarpsþættinum Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af netverjum vegna þeirra. „Þegar einhver gagnrýnir hvað þú ert að gera eða finnst Vikan leiðinleg, tekurðu það til þín?“ spyr Fannar hann meðal annars í þætti gærkvöldsins. „Er einhver að segja það?“ spyr Gísli Marteinn og hlær. „Ég var að djóka. Það er svo margt fólk sem hatar Vikuna svo mikið og mig að ég bara er alveg steinhissa.“ Gísli segir þó að hann haldi að ekki sé um að ræða djúpt hatur. „Ég meina, fólk heldur til dæmis að Akureyringar hati mig rosalega mikið út af skoðunum mínum á flugvellinum.“ Það endurspeglist þó ekki í heimsóknum hans norður. „Svo fer ég til Akureyrar, það er ekki til betra fólk.“ Færi í taugarnar á sjálfum sér Sjálfum finnst Gísla í fínu lagi að fólki finnist þetta og hitt um hann. „Mér finnst allt þetta fólk hafa bara fullan rétt á að hafa þessar skoðanir á mér og hrauna yfir mig,“ segir hann. „Ég er með risastórt platform, risastóra rödd þar sem ég get verið að gasa um það sem mér sýnist. Þau hafa það ekki og þá mega þau bara nota þetta litla platform til þess. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef líka alveg lært alveg helling af einhverju fólki sem hefur gagnrýnt mig. Það hefur sagt eitthvað og ég hugsa: Já, heyrðu þetta er nú bara góður punktur.“ Gísli segist þá ekki dvelja í gagnrýninni sem hann fær. „Alls ekki og fyrir utan það, oft er ég bara sammála einhverri gagnrýni,“ segir hann. „Ég til dæmis tala ógeðslega hátt og er með gjallandi rödd. Ég hef oft horft á sjálfan mig í sjónvarpinu og verið bara: Oh jesus christ hvað þessi gæji færi í taugarnar á mér ef ég væri ekki hann.“ Gísli og Fannar hlæja þá saman og sá síðarnefndi segir að lokum: „Gísli Marteinn færi í taugarnar á þér ef þú værir ekki Gísli Marteinn.“
Framkoma Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Sjá meira
Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06