Hörmungarnar blöstu við á laugardagsmorgun þegar forráðafólk Dunipace FC vaknaði upp við vondan draum. Kveikt hafði verið í gervigrasinu sem liggur á Westfield Park, heimavelli liðsins.
Emergency services were called to Westfield Park in Denny, home to Dunipace FC, after the damage was discovered on Saturday morning https://t.co/Ja9FdP0vFT
— Sky News (@SkyNews) May 22, 2023
Talið er að tjónið hlaupi á tugum milljónum en kostnaðurinn við nýtt gervigras mun kosta félagið 300 þúsund pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna.
Um er að ræða hverfislið í Denny í Skotlandi og ljóst að ónýtt gervigras bitnar á fjöldanum öllum af krökkum í hverfinu. Lögreglan rannsakar málið sem skemmdarverk. Fjölmörg félög í Skotlandi hafa boðið Dunipace FC að nota aðstöðu sína með völlurinn er lagfærður.
Þó félagið vonist til að tryggingar borgi hluta af tjóninu þá hefur stuðningsfólk félagsins þegar hafist handa við að safna fyrir kostnaðinum. Þegar þessi frétt er skrifuð höfðu nærri 15.000 pund safnast eða rúmlega tvær og hálf milljón íslenskra króna.
Félagið hefur þakkað öllum sem hafa lagt hönd á plóg og vonast til að sjá sem flesta á leik liðsins í kvöld gegn Penicuik Athletic.
On behalf of everyone at Dunipace FC: THANK YOU.
— Dunipace Football Club (@DunipaceFC) May 21, 2023