Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 2-0 | Engin vandræði á Íslandsmeisturunum Brynjar Óli Ágústsson skrifar 22. maí 2023 19:55 Anna Rakel var á skotskónum. Vísir/Diego Valur tók þrjú stig á heimvelli eftir sannfærandi sigur á ÍBV í 5. umferð Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Valskonur höfðu ekki unnið í síðustu tveimur leikjum sínum. Fyrri hálfleikur leiksins var á rólegri kantinum. Bæði liðin héldu og spiliðu vel með boltann, en lítið var af alvöru færum. ÍBV byrjaði betur í kvöld, áttu Olga Sevcova og Viktorija Zaicikova báðar skot sem rötuðu beint á Fanney Ingu Birkisdóttur í marki Vals á fyrstu fimm mínútum leiksins. Þegar leið á leikinn tók Valur yfir og naut sín að vera með boltann. Valur nær forystunnií leiknum í blá lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir hornspyrnu sem Anna Rakel Pétursdóttir tók. Boltinn skoppaði á milli manna í teignum. Jamie Fields nær á endanum tökum á boltanum og hamarar honum í netið. Valskonur fóru því sáttar inn í klefa enda 1-0 yfir í hálfleik. Þær byrjuðu betur í síðari hálfleik og fengu nokkur færi. Á 56. mínútu er Olga tekin niður innan vítateigs en dómari leiksins, Bríet Bragadóttir, dæmdi ekkert. Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var bersýnilega ósáttur á hliðarlínunni í kjölfarið. Valsarar náðu inn sínu öðru marki á 76. mínútu eftir frábært skot frá Önnu Rakel. Hún lét vaða fyrir utan teig og átti Guðný Geirsdóttir enga möguleika í marki ÍBV. Lokatölur á Hlíðarenda 2-0 Íslandsmeisturum Vals í vil. Af hverju vann Valur? Þrátt fyrir jafnan seinni hálfleik, þá gátu Valsarar farið sáttar inn í klefa eftir að hafa skorað mark á lokasekúndum fyrri hálfleiks. ÍBV náði ekki miklum takti í seinni hálfleik, Valur nýtti sér það og hélt boltanum lengi vel í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Það var ekki mikið af færum í þessum í leik, og þá alls ekki hjá ÍBV. Fanney Inga í marki Val, hafði ekki mikið að gera í þessum leik. Bestar á vellinum? Markaskórararnir Jamia og Anna Rakel voru flottar í þessum leik. Sköpuðu mikið og skoruðu báðar flott mörk. Hvað gerist næst? Í næstu umferð mætir Valur nágrönnum sínum í Þrótti. Alvöru toppslagur þar á ferð. ÍBV fær Tindastól í heimsókn en gestirnir frá Sauðárkróki hafa ekki enn náð í sigur í deildinni. Þetta var bara góður sigur hjá okkur Þjálfari Vals, Pétur Pétursson, var sáttur með sínar stelpur eftir úrslit gegn góðu ÍBV liði. „Vestmanneyjar eru gott lið og erfitt að spila á móti og þetta var bara góður sigur hjá okkur.“ Ásdís Karen var tekin útaf á 38. mínútu. Pétur var spurður út í vegna þess að hún var tekin útaf svona snemma. „Ásdís var orðin mjög tæp fyrir leikinn. Hún vildi prófa og það var ástæðan fyrir því að við tókum hana útaf.“ Valur er komið í efsta sæti eftir fimm leiki í Bestu deildinni. Pétur var spurður út í hvað honum finnst um sú stöðu. „Það er maí ennþá, við skulum bara tala aftur um þetta í september eða október. Það er gott að vinna þessa leiki og sértaklega þegar þurfum að breyta mikið í okkar leik og liði, þannig það er bara gott að vinna þessa leiki á meðan.“ Ég hugsaði bara að setjan í fjær Anna Rakel var mjög sátt eftir sigur gegn erfiðu ÍBV liði í dag. Hún stóð sig mjög vel í leiknum og skoraði hún frábært mark fyrir utan teig á 76. mínútu leiksins. „Þetta var bara flottur sigur í dag gegn sterku liðið.“ Spurt var um hvort Anna gæti lýst markinu hennar. „Ég man markið ekki alveg, það var einmitt spurt um mig af því sama. Ég hugsaði bara að setjan í fjær og það gekk í þetta skipti.“ Spurt var Önnu um hvernig tilfinningin væri að komast aftur í sigur gír eftir jafntefli og tap í umferðunum á undan. „Hún er bara mjög góð. Tap og jafntefli í síðustu tvem leikjum, en við ákveðum að koma ennþá sterkari í þennan leik og sýndum það. Maður bara lærir af þessu.“ Ég er mjög stoltur af stelpunum mínum Todor Hristov var svekktur eftir leikinn gegn Valur og fannst liðið eiga meira skilið eftir flotta frammistöðu. „Það er ekki gaman að tapa leik, en eina sem ég get sagt ykkur er að ég er mjög stoltur af stelpunum mínum.“ ÍBV fá ekki dæmt á sig víti þegar brotið er á Olgu í teig Valsara. Todor var ósáttur á hliðarlínunni þegar atvikið átti sér stað og spurður var hann út í það atvik í viðtalinu. „Ég ætla alls ekki að fara þangað, en ég ætla bara að leyfa ykkur að sjá þetta betur aftur. Við erum búin að sjá það fimm til sex sinnum og ég ætla bara að leyfa ykkur að dæma þetta.“ Todor fó yfir það sem hann fannst geta farið betur í þessum leik hjá ÍBV liðinu. „Þær voru meira með boltann, sem við vorum samt tilbúin fyrir og þær voru ekkert að komast mikið í færi. Fyrsta markið kom úr horni, en á móti svona liðum að ef þú missir fókusinn í einni sekúndu getur það verið hættulegt og það gerðist því miður.“ Besta deild kvenna Valur ÍBV
Valur tók þrjú stig á heimvelli eftir sannfærandi sigur á ÍBV í 5. umferð Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Valskonur höfðu ekki unnið í síðustu tveimur leikjum sínum. Fyrri hálfleikur leiksins var á rólegri kantinum. Bæði liðin héldu og spiliðu vel með boltann, en lítið var af alvöru færum. ÍBV byrjaði betur í kvöld, áttu Olga Sevcova og Viktorija Zaicikova báðar skot sem rötuðu beint á Fanney Ingu Birkisdóttur í marki Vals á fyrstu fimm mínútum leiksins. Þegar leið á leikinn tók Valur yfir og naut sín að vera með boltann. Valur nær forystunnií leiknum í blá lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir hornspyrnu sem Anna Rakel Pétursdóttir tók. Boltinn skoppaði á milli manna í teignum. Jamie Fields nær á endanum tökum á boltanum og hamarar honum í netið. Valskonur fóru því sáttar inn í klefa enda 1-0 yfir í hálfleik. Þær byrjuðu betur í síðari hálfleik og fengu nokkur færi. Á 56. mínútu er Olga tekin niður innan vítateigs en dómari leiksins, Bríet Bragadóttir, dæmdi ekkert. Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var bersýnilega ósáttur á hliðarlínunni í kjölfarið. Valsarar náðu inn sínu öðru marki á 76. mínútu eftir frábært skot frá Önnu Rakel. Hún lét vaða fyrir utan teig og átti Guðný Geirsdóttir enga möguleika í marki ÍBV. Lokatölur á Hlíðarenda 2-0 Íslandsmeisturum Vals í vil. Af hverju vann Valur? Þrátt fyrir jafnan seinni hálfleik, þá gátu Valsarar farið sáttar inn í klefa eftir að hafa skorað mark á lokasekúndum fyrri hálfleiks. ÍBV náði ekki miklum takti í seinni hálfleik, Valur nýtti sér það og hélt boltanum lengi vel í síðari hálfleik. Hvað gekk illa? Það var ekki mikið af færum í þessum í leik, og þá alls ekki hjá ÍBV. Fanney Inga í marki Val, hafði ekki mikið að gera í þessum leik. Bestar á vellinum? Markaskórararnir Jamia og Anna Rakel voru flottar í þessum leik. Sköpuðu mikið og skoruðu báðar flott mörk. Hvað gerist næst? Í næstu umferð mætir Valur nágrönnum sínum í Þrótti. Alvöru toppslagur þar á ferð. ÍBV fær Tindastól í heimsókn en gestirnir frá Sauðárkróki hafa ekki enn náð í sigur í deildinni. Þetta var bara góður sigur hjá okkur Þjálfari Vals, Pétur Pétursson, var sáttur með sínar stelpur eftir úrslit gegn góðu ÍBV liði. „Vestmanneyjar eru gott lið og erfitt að spila á móti og þetta var bara góður sigur hjá okkur.“ Ásdís Karen var tekin útaf á 38. mínútu. Pétur var spurður út í vegna þess að hún var tekin útaf svona snemma. „Ásdís var orðin mjög tæp fyrir leikinn. Hún vildi prófa og það var ástæðan fyrir því að við tókum hana útaf.“ Valur er komið í efsta sæti eftir fimm leiki í Bestu deildinni. Pétur var spurður út í hvað honum finnst um sú stöðu. „Það er maí ennþá, við skulum bara tala aftur um þetta í september eða október. Það er gott að vinna þessa leiki og sértaklega þegar þurfum að breyta mikið í okkar leik og liði, þannig það er bara gott að vinna þessa leiki á meðan.“ Ég hugsaði bara að setjan í fjær Anna Rakel var mjög sátt eftir sigur gegn erfiðu ÍBV liði í dag. Hún stóð sig mjög vel í leiknum og skoraði hún frábært mark fyrir utan teig á 76. mínútu leiksins. „Þetta var bara flottur sigur í dag gegn sterku liðið.“ Spurt var um hvort Anna gæti lýst markinu hennar. „Ég man markið ekki alveg, það var einmitt spurt um mig af því sama. Ég hugsaði bara að setjan í fjær og það gekk í þetta skipti.“ Spurt var Önnu um hvernig tilfinningin væri að komast aftur í sigur gír eftir jafntefli og tap í umferðunum á undan. „Hún er bara mjög góð. Tap og jafntefli í síðustu tvem leikjum, en við ákveðum að koma ennþá sterkari í þennan leik og sýndum það. Maður bara lærir af þessu.“ Ég er mjög stoltur af stelpunum mínum Todor Hristov var svekktur eftir leikinn gegn Valur og fannst liðið eiga meira skilið eftir flotta frammistöðu. „Það er ekki gaman að tapa leik, en eina sem ég get sagt ykkur er að ég er mjög stoltur af stelpunum mínum.“ ÍBV fá ekki dæmt á sig víti þegar brotið er á Olgu í teig Valsara. Todor var ósáttur á hliðarlínunni þegar atvikið átti sér stað og spurður var hann út í það atvik í viðtalinu. „Ég ætla alls ekki að fara þangað, en ég ætla bara að leyfa ykkur að sjá þetta betur aftur. Við erum búin að sjá það fimm til sex sinnum og ég ætla bara að leyfa ykkur að dæma þetta.“ Todor fó yfir það sem hann fannst geta farið betur í þessum leik hjá ÍBV liðinu. „Þær voru meira með boltann, sem við vorum samt tilbúin fyrir og þær voru ekkert að komast mikið í færi. Fyrsta markið kom úr horni, en á móti svona liðum að ef þú missir fókusinn í einni sekúndu getur það verið hættulegt og það gerðist því miður.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti