Glittir í sumarið um mánaðamót Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2023 11:50 Það bíða allir eftir sumrinu, eins og Bubbi söng í laginu Aldrei fór ég suður. Vísir/Vilhelm Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna storms sem mun ganga yfir landið á morgun. Áfram mun veðrinu fylgja snjór eða krapi, líkt og féll um helgina. Veðurfræðingur segir hér um að ræða framhald af vetrinum en glitta fari í sumarið um mánaðamót. Veðrið alls staðar á landinu, nema á Austurlandi, var vægast sagt leiðinlegt í gær. Í höfuðborginni skiptust á skin og skúrir og var éljagangur þar að auki um hríð. Svo virðist sem veðurguðirnir ætli ekki að snúa þessu við í bráð. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út á öllu landinu, utan Austurlands, Austfjarða og Suðausturlands á morgun. „Þetta eru svona dreggjar af vetrinum. Það eru kaldir pokar sem leynast hér og þar á norðurhjaranum og það er eins og þeir stefni allir til okkar,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi tíð heldur áfram og við erum að fá yfir okkur aðra svona lægð með köldu lofti úr vestri á morgun og það hvessir dálítið með henni,“ segir Einar. „Síðdegis á morgun þá gerir vind af stormstyrk hér á Vesturlandi, milli klukkan tvö og sex, eitthvað svoleiðis.“ Næstu dagar og fram yfir næstu helgi verði veðrið svipað. Það sé þó ekki langt í sumarið. „Loftið hér fyrir sunnan okkur er farið að hlýna. Það er farið að bera keim af sumri og eftir því sem nær dregur júnímánuði, því mun meiri líkur á því að eitthvað af þessu hlýja lofti komist til okkar,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að sumarið sé rétt handan við hornið.Vísir „Í lok maí og byrjun júní sjáum við breytingar, þar sem spáð er háþrýstisvæði hér suður og austur af landinu. Með þeirri stöðu veðurkerfanna berst til okkar mildara loft og þá koma klárlega sumarlegir dagar.“ Og þó vorið hafi verið kalt sé nóg af hlýindum í vændum. „Mælingar leiða það mjög skýrt í ljós á síðustu 20-30 árum að sumarið er að lengjast þeim megin, það er að segja að september er hlýrri en áður og eins og var til dæmis í fyrra voru eiginlega bestu dagar sumarsins í byrjun september.“ Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Sjá meira
Veðrið alls staðar á landinu, nema á Austurlandi, var vægast sagt leiðinlegt í gær. Í höfuðborginni skiptust á skin og skúrir og var éljagangur þar að auki um hríð. Svo virðist sem veðurguðirnir ætli ekki að snúa þessu við í bráð. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út á öllu landinu, utan Austurlands, Austfjarða og Suðausturlands á morgun. „Þetta eru svona dreggjar af vetrinum. Það eru kaldir pokar sem leynast hér og þar á norðurhjaranum og það er eins og þeir stefni allir til okkar,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi tíð heldur áfram og við erum að fá yfir okkur aðra svona lægð með köldu lofti úr vestri á morgun og það hvessir dálítið með henni,“ segir Einar. „Síðdegis á morgun þá gerir vind af stormstyrk hér á Vesturlandi, milli klukkan tvö og sex, eitthvað svoleiðis.“ Næstu dagar og fram yfir næstu helgi verði veðrið svipað. Það sé þó ekki langt í sumarið. „Loftið hér fyrir sunnan okkur er farið að hlýna. Það er farið að bera keim af sumri og eftir því sem nær dregur júnímánuði, því mun meiri líkur á því að eitthvað af þessu hlýja lofti komist til okkar,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að sumarið sé rétt handan við hornið.Vísir „Í lok maí og byrjun júní sjáum við breytingar, þar sem spáð er háþrýstisvæði hér suður og austur af landinu. Með þeirri stöðu veðurkerfanna berst til okkar mildara loft og þá koma klárlega sumarlegir dagar.“ Og þó vorið hafi verið kalt sé nóg af hlýindum í vændum. „Mælingar leiða það mjög skýrt í ljós á síðustu 20-30 árum að sumarið er að lengjast þeim megin, það er að segja að september er hlýrri en áður og eins og var til dæmis í fyrra voru eiginlega bestu dagar sumarsins í byrjun september.“
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Sjá meira
Gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar. 22. maí 2023 11:33