Baðst afsökunar á blóti Haalands í fögnuðinum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 08:30 Erling Haaland með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Englandsmeistari í fyrstu tilraun. Getty/Tom Flathers Erling Haaland stalst til að trufla sigurviðtal á Sky Sports í meistarafögnuði Manchester City á Etihad-leikvanginum í gær, til að lýsa yfir aðdáun á liðsfélaga sínum Jack Grealish. Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999. Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira