Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni Ragnhildur Guðmundsdóttir, Anna Katrín Guðmundsdóttir, Arndís Bergsdóttir, Ole Sandberg, Þorvarður Árnason, Sveinn Kári Valdimarsson og Ástrós Eva Ársælsdóttir skrifa 22. maí 2023 08:30 Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun