Carragher: Arsenal klúðraði þessu og þurfa meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:31 Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports. Vísir/Getty Jamie Carragher segir að Arsenal hafi skort breidd í leikmannahópnum til að komast lengra í ensku úrvalsdeildinni en raun bar vitni. Hann segir Mikel Arteta þurfa að bæta gæðaleikmönnum inn í hópinn. Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“ Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira