Tilfinningaþrungin stund þegar Anfield kvaddi fjóra leikmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 12:31 Roberto Firmino skoraði í lokaleiknum sínum á Anfield og fékk heiðursvörð eftir leik. Vísir/Getty Það var tilfinningaþrungin stund á Anfield í gær þegar fjórir leikmenn Liverpool léku sinn síðasta heimaleik fyrir félagið. Einn vinsælasti leikmaður félagins skoraði í lokaleik sínum á heimavelli. Liverpool gerði jafntefli við Aston Villa þegar liðin mættust á Anfield í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur Liverpool á tímabilinu. Fjórir leikmenn félagsins léku þar sinn síðasta heimaleik fyrir félagið en þeir Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Roberto Firmino munu allir yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út í sumar. Vinsældir Roberto Firmino á meðal stuðningsmanna Liverpool eru gífurlegar en hann kom til félagsins árið 2015 frá þýska félaginu Hoffenheim þar sem hann hafði leikið í fjögur tímabil. Leikmennirnir fjórir fengu allir heiðursvörð eftir leik en óhætt er að segja að fögnuðurinn hafi verið mestur þegar Firmino steig fram. A special Anfield farewell pic.twitter.com/2BabCYnf7d— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Stuðningsmenn Liverpool voru byrjaðir að syngja til heiðurs Firmino löngu áður en hann kom inn á völlinn sem varamaður á 72. mínútu leiksins en hann skoraði jöfnunarmarkið á 89. mínútu við mikinn fögnuð áhorfenda. Þegar leik var lokið gekk Firmino hringinn á vellinum og sungu stuðningsmenn hástöfum. Það mátti sjá tár á hvarmi Firmino sem skorað hefur 81 mark í 255 leikjum fyrir félagið. pic.twitter.com/Ev7WhhHpna— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 James Milner er sömuleiðis í hávegum hafður á Anfield og þó svo Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hafi ekki náð að láta sína frægðarsól rísa jafn hátt fengu þeir sömuleiðis góðar móttökur að leik loknum í gær. Allir voru leikmennirnir hluti af liði Liverpool sem vann enska meistaratitilinn árið 2020 í fyrsta skipti í 31 ár, Meistaradeild Evrópu árið 2019 sem og deildabikarinn og FA-bikarinn á síðasta tímabili. A moment to remember pic.twitter.com/pj62Ae1rZs— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Enski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Liverpool gerði jafntefli við Aston Villa þegar liðin mættust á Anfield í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur Liverpool á tímabilinu. Fjórir leikmenn félagsins léku þar sinn síðasta heimaleik fyrir félagið en þeir Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Roberto Firmino munu allir yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út í sumar. Vinsældir Roberto Firmino á meðal stuðningsmanna Liverpool eru gífurlegar en hann kom til félagsins árið 2015 frá þýska félaginu Hoffenheim þar sem hann hafði leikið í fjögur tímabil. Leikmennirnir fjórir fengu allir heiðursvörð eftir leik en óhætt er að segja að fögnuðurinn hafi verið mestur þegar Firmino steig fram. A special Anfield farewell pic.twitter.com/2BabCYnf7d— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 Stuðningsmenn Liverpool voru byrjaðir að syngja til heiðurs Firmino löngu áður en hann kom inn á völlinn sem varamaður á 72. mínútu leiksins en hann skoraði jöfnunarmarkið á 89. mínútu við mikinn fögnuð áhorfenda. Þegar leik var lokið gekk Firmino hringinn á vellinum og sungu stuðningsmenn hástöfum. Það mátti sjá tár á hvarmi Firmino sem skorað hefur 81 mark í 255 leikjum fyrir félagið. pic.twitter.com/Ev7WhhHpna— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023 James Milner er sömuleiðis í hávegum hafður á Anfield og þó svo Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hafi ekki náð að láta sína frægðarsól rísa jafn hátt fengu þeir sömuleiðis góðar móttökur að leik loknum í gær. Allir voru leikmennirnir hluti af liði Liverpool sem vann enska meistaratitilinn árið 2020 í fyrsta skipti í 31 ár, Meistaradeild Evrópu árið 2019 sem og deildabikarinn og FA-bikarinn á síðasta tímabili. A moment to remember pic.twitter.com/pj62Ae1rZs— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2023
Enski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira