Sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á Skjaldborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2023 15:00 Það er alltaf mikil stemming og góður andi á Skjaldborg á Patreksfirði en hátíðin hefur verið haldin frá 2007. Aðsend Undirbúningur stendur nú á fullum krafti á Patreksfirði vegna Skjaldborgar, sem er hátíð íslenskra heimildamynd og verður haldin um næstu helgi, hvítasunnuhelgina. Sautján íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni. Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali. Karna Sigurðardóttir er stjórnandi hátíðarinnar, sem fer fram um 26. til 29. maí, sem er hvítasunnuhelgin. „Það verður heimildamyndaveisla heldur betur, samverustundir í Skjaldborgabíói með mikilli dagskrá og gleðskap og partí, ásamt miklu fjöri og gaman. Þetta er svona nýjungagjörn íhaldssemi, sem hefur fylgd þessari hátíð. Það er alltaf einhver þróun í gangi og svo er líka viss rammi, sem hefur fylgd henni alveg frá upphafi,” segir Karna. Karna Sigurðardóttir er einn stjórnandi Skjaldborgar um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði.Aðsend Alls verða sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni, sumar mjög stuttar á meðan aðrar eru í fullri lengd. Einnig verða sýndar tvær myndir eftir heiðursgesti og þrjár alveg nýjar myndir eftir börn verða sýndar og ein gömul mynd frá Kvikmyndasafni Íslands, sem heitir bóndi og er eftir Þorstein Jónsson en Þorsteinn var einmitt fyrsti heiðursgestur Skjaldborgar 2007. Það stefnir greinilega í glæsilega hátíð hjá ykkur? „Já, já, það gerir það og alveg ótrúlega gaman að sjá bæði fjölbreytt efnistök og hvernig myndirnar munu fara vítt og breidd um landið og út fyrir landsteinana.” Áttu ekki bara von á því að fólk streymi á Patreksfjörð þessa helgi? „Jú algjörlega. Við erum alltaf að reyna að koma fólki fyrir, það er orðið svolítið erfitt að finna gistingu á Patreksfirði þegar fólk hrúgast þangað eina helgi en fólk verður bara að hafa til húsbílana og fellihýsin og drífa sig á Patreksfjörð,” segir Karna. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar um hvítasunnuhelgina Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali. Karna Sigurðardóttir er stjórnandi hátíðarinnar, sem fer fram um 26. til 29. maí, sem er hvítasunnuhelgin. „Það verður heimildamyndaveisla heldur betur, samverustundir í Skjaldborgabíói með mikilli dagskrá og gleðskap og partí, ásamt miklu fjöri og gaman. Þetta er svona nýjungagjörn íhaldssemi, sem hefur fylgd þessari hátíð. Það er alltaf einhver þróun í gangi og svo er líka viss rammi, sem hefur fylgd henni alveg frá upphafi,” segir Karna. Karna Sigurðardóttir er einn stjórnandi Skjaldborgar um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði.Aðsend Alls verða sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni, sumar mjög stuttar á meðan aðrar eru í fullri lengd. Einnig verða sýndar tvær myndir eftir heiðursgesti og þrjár alveg nýjar myndir eftir börn verða sýndar og ein gömul mynd frá Kvikmyndasafni Íslands, sem heitir bóndi og er eftir Þorstein Jónsson en Þorsteinn var einmitt fyrsti heiðursgestur Skjaldborgar 2007. Það stefnir greinilega í glæsilega hátíð hjá ykkur? „Já, já, það gerir það og alveg ótrúlega gaman að sjá bæði fjölbreytt efnistök og hvernig myndirnar munu fara vítt og breidd um landið og út fyrir landsteinana.” Áttu ekki bara von á því að fólk streymi á Patreksfjörð þessa helgi? „Jú algjörlega. Við erum alltaf að reyna að koma fólki fyrir, það er orðið svolítið erfitt að finna gistingu á Patreksfirði þegar fólk hrúgast þangað eina helgi en fólk verður bara að hafa til húsbílana og fellihýsin og drífa sig á Patreksfjörð,” segir Karna. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar um hvítasunnuhelgina
Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira