Þrír efstir og jafnir eftir tvo daga á PGA Meistaramótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:01 Viktor Hovland er einn þriggja kylfinga í efsta sæti á PGA meistaramótinu sem fram fer í Rochester í New York. Vísir/Getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir á PGA meistaramótinu í golfi að loknum tveimur dögum. Jon Rahm, Justin Thomas og Jordan Spieth rétt sluppu við niðurskurðinn. Þeir Scottie Scheffler, Viktor Hovland og Corey Conners eru þrír efstir og jafnir á fimm höggum undir pari eftir tvo daga á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer á Oak Hill vellinum í Rochester. Scheffler lék á tveimur höggum undir pari í gær líkt og Conners en Hovland lék á þremur undir. Bruce Koepka lék best allra í gær á fjórum höggum undir pari og er ásamt Callum Tarren í sjötta sæti mótsins. Þar á milli eru Bandaríkjamennirnir Justin Suh og Bryan DeChambeau á þremur undir pari. Suh. Dude knows how to putt. #PGAChamp pic.twitter.com/ZCS9VmjZqp— PGA Championship (@PGAChampionship) May 19, 2023 Rory McIlroy er ekki langt undan en hann lék á einu undir í gær og er á pari samtals. Nokkur stór nöfn voru nálægt því að missa af niðurskurðinum en Jon Rahm var fyrir neðan niðurskurðarlínuna þegar hann átti sex holur eftir en náði þá þremur fuglum í röð og bjargaði sér. Justin Thomas, sem á titil að verja á mótinu, fór síðustu holuna á einu yfir pari en rétt slapp við niðurskurð líkt og Jordan Spieth sem bjargaði pari úr glompu á síðustu holunni. Rahm, Thomas og Spieth eru allir á fimm höggum yfir pari. Every major champion crowned at Oak Hill was among the Top-3 on the leaderboard at the end of Round 2.Will the streak continue?#PGAChamp pic.twitter.com/wXgKp0d8H2— PGA Championship (@PGAChampionship) May 20, 2023 Á meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru Si Woo-Kim, Alex Norén og Matt Kuchar. Mótið heldur áfram í dag en bein útsending frá því hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:00. PGA-meistaramótið Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þeir Scottie Scheffler, Viktor Hovland og Corey Conners eru þrír efstir og jafnir á fimm höggum undir pari eftir tvo daga á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer á Oak Hill vellinum í Rochester. Scheffler lék á tveimur höggum undir pari í gær líkt og Conners en Hovland lék á þremur undir. Bruce Koepka lék best allra í gær á fjórum höggum undir pari og er ásamt Callum Tarren í sjötta sæti mótsins. Þar á milli eru Bandaríkjamennirnir Justin Suh og Bryan DeChambeau á þremur undir pari. Suh. Dude knows how to putt. #PGAChamp pic.twitter.com/ZCS9VmjZqp— PGA Championship (@PGAChampionship) May 19, 2023 Rory McIlroy er ekki langt undan en hann lék á einu undir í gær og er á pari samtals. Nokkur stór nöfn voru nálægt því að missa af niðurskurðinum en Jon Rahm var fyrir neðan niðurskurðarlínuna þegar hann átti sex holur eftir en náði þá þremur fuglum í röð og bjargaði sér. Justin Thomas, sem á titil að verja á mótinu, fór síðustu holuna á einu yfir pari en rétt slapp við niðurskurð líkt og Jordan Spieth sem bjargaði pari úr glompu á síðustu holunni. Rahm, Thomas og Spieth eru allir á fimm höggum yfir pari. Every major champion crowned at Oak Hill was among the Top-3 on the leaderboard at the end of Round 2.Will the streak continue?#PGAChamp pic.twitter.com/wXgKp0d8H2— PGA Championship (@PGAChampionship) May 20, 2023 Á meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru Si Woo-Kim, Alex Norén og Matt Kuchar. Mótið heldur áfram í dag en bein útsending frá því hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:00.
PGA-meistaramótið Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti