Frá Feyenoord til Tottenham? Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 23:01 Arne Slot gæti tekið við sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Vísir/Getty Hollendingurinn Arne Slot er einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á dögunum. Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“ Hollenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“
Hollenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira