Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV-Haukar 33-27 | Eyjasigur eftir hrun Hauka í síðari hálfleik Dagur Lárusson skrifar 20. maí 2023 15:20 Það er hart barist í Vestmannaeyjum í dag. Vísir/Anton Brink ÍBV er komið með forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handknattleik eftir sex marka heimasigur gegn Haukum í dag. Liðin mætast á ný á þriðjudag í Hafnarfirði. Þegar um tíu mínútur voru liðnar var staðan orðin 7-4 fyrir Hauka og gestirnir því að byrja vel. Þá tók við góður kafli hjá ÍBV sem endaði með því að þeir náði forystunni og staðan orðin 9-8. Adam Haukur Baumruk verst Arnóri Viðarssyni.Vísir/Anton Brink Andri Már Rúnarsson fór mikinn í sóknarleik Hauka í þessum leik og það var á þessum tímapunkti sem hann fór fyrir sínu liði. Hann stýrði ferðinni og gerði það að verkum að Haukar náðu aftur forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. En í stað þess að Haukar bættu við þá forystu þá kom Sveinn José Rivera með mjög góða innkomu í lið ÍBV og skoraði tvö mörk áður en flautað var til leikhlés. Staðan 14-14 í hálfleik. Það voru Haukar sem byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og þá tók Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV leikhlé. Þrátt fyrir það leikhlé virtist lítið breytast og þegar um korter var eftir af leiknum voru Haukar með fimm marka forystu, 16-21. En þá fóru Eyjamenn í gang. Vísir/Anton Brink Við tók ótúlegur kafli hjá Eyjamönnum þar sem Pavel Miskevich byrjaði að verja allt í markinu, vörnin fór að standa og mörkin komu á færibandi. Það voru eflaust stuðningsmennirnir sem ýttu við liðinu og kveiktu einhvern neista. Haukar áttu fá svör við öflugum Eyjamönnum á þessum kafla og því var fimm marka forystu þeirra ekki lengi að fara. Kári Kristján skoraði hvert markið á fætur öðru eða fiskaði víti og fór fyrir liði sínu. Lokatölur í leiknum 33-27 og ÍBV því komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Af hverju vann ÍBV? ÍBV gefst aldrei upp og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir að Haukar hafi verið komnir með fimm marka forystu í seinni hálfleiknum þá efast ég um að þeir sem vita eitthvað um handbolta hafi haldið að sigurinn væri í höfn. Eyjamenn fagna í leikslok.Vísir/Anton Brink Stuðningsmennirnir og stemningin í húsinu ýtti við leikmönnunum og það kveikti neista í öllu og þegar neistinn er kominn hjá Eyjamönnum þá er nánast ómögulegt að stöðva þá. Hverjir stóðu uppúr? Andri Már var frábær í liði Hauka og fór fyrir liði sínu en þeir Arnór Viðarsson og Kári Kristján hjá ÍBV stálu senunni í seinni hálfleiknum. Hvað fór illa? Mögulega fór þreytan að segja til sín hjá Haukum undir lokin, það var ekki sami kraftur í liðinu. En maður sá svipað gerast hjá FH fyrir nokkrum vikum þegar FH-ingar voru með góða forystu áður en lokakaflinn tók við og þá gerðist nákvæmlega það sama. Pavel Miskevich var öflugur í marki Eyjamanna.Vísir/Anton Brink Það er rosalega erfitt að stöðva Eyjamenn þegar þeir fara í gang með stuðningsmenn sína á bakvið sig. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn á Ásvöllum og því fá liði tvo daga til þess að hvíla. Erlingur: Það þurfti að hafa fyrir þessu Erlingur Richardsson er þjálfari ÍBV.Vísir/Anton Brink Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV var ánægður með sigurinn í dag en sagði liðið hafa verið lengi í gang sóknarlega. „Þetta er hættan. Mér fannst við vera hikstandi lengi vel sóknarlega og það er eins og þú segir, þú þarft að vera í keppnistakti og sérstaklega sóknarlega til að láta hlutina ganga. Við breyttum aðeins um vörn sem hjálpaði okkur að fá hraðaupphlaup og við nýttum þau svo sannarlega, það hjálpaði helling. Það þurfti að hafa fyrir þessu já,“ sagði Erlingur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leikinn í dag. ÍBV breytti um vörn í seinni hálfleiknum og fór í hina frægu ÍBV-vörn. Stuðningsmenn ÍBV létu vel í sér heyra í dag.Vísir/Anton Brink „Það þekkja þetta allir frá okkur, við eigum þetta plan b. Það er oft erfitt að leika þessa vörn gegn Haukum, Tjörvi og Heimir eru búnir að keppa á móti þessari vörn síðustu tíu árin og þeir kunna alveg trixin. Þeir náðu að koma með eina, tvær sendingar sem maður hræðist oft gegn Haukunum en þetta hjálpaði í dag svo sannarlega.“ Andri Már Rúnarsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson voru Eyjamönnum oft erfiðir í leiknum. „Þeir eru bara eldheitir Andri og Guðmundur. Þeir eru mjög hættulegir og miklir skotmenn. Það fór að draga af þeim í lokin sá ég líka. Þeir eru mjög heitir eins og staðan er í dag,“ sagði Erlingur að lokum. Guðmundur Bragi: Leikur sem við viljum svara fyrir strax Guðmundur Bragi gegn Ívari Bessa Viðarssyni varnarmanni Eyjamanna.Vísir/Anton Brink Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði níu mörk fyrir Hauka í dag og átti góðan leik í sókninni. „Þetta byrjaði fínt og fínt í seinni en síðan hrynur þetta allt, það er ekkert flókið,“ sagði Guðmundur Bragi eftir leik en 14-3 kafli Eyjamanna í síðari hálfleik færði þeim sigurinn í leiknum í dag. Guðmundur Bragi sagði að það hefði verið gaman að spila leikinn í dag. Hann sagði Haukana hafa kastað sigrinum frá sér. „Bara fínt, þetta var stemmning og gaman og læti og allt það. Það hafa verið meiri læti í húsinu en þetta var fín stemmning.“ „Mér líður eins og við höfum kastað þessu frá okkur um miðbik seinni hálfleiks. Mér líður ekki eins og þeir hafi lokað fyrir heldur að við höfum kastað boltanum frá okkur og bara upp í loftið.“ Brynjólfur Snær Brynjólfsson fer inn úr horninu hjá Haukum.Vísir/Anton Brink Hann tók samt ekkert af Eyjaliðinu og sagði Haukaliðið verða klárt í leik tvö á þriðjudag. „Auðvitað voru þeir góðir undir lokin, þá má ekki taka neitt af þeim. Við erum líka bara klaufar og oft á tíðum sjálfum okkur verstir. Ég er að gefa nokkrar ömurlegar sendingar og þetta er bara alls ekki gott hjá okkur.“ „Við erum spenntir. Þetta er leikur sem við viljum svara strax fyrir. Það er bara á þriðjudag og við mætum grjótharðir í næsta leik.“ Kári: Það er yndislegt að sjá unga peyja hjá okkur í rúllinu Kári Kristján var öflugur í dag.Vísir/Anton Brink Kári Kristján var spurður að því fyrir leik hvað þyrfti til að keyra Eyjasláttuvélina í gang fyrir leikinn í dag. Það gekk ekki alveg í byrjun en þegar hún fór í gang var erfitt að stoppa. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Auðvitað leggur mig af stað í þessa helvítis leiki og allt klárt, ljósavélin í gangi og varaafl og allt. Við erum bara allt of lengi í gang, við erum lengi að kýla okkur upp úr þessu og allt of hægir í byrjun,“ sagði Kári Kristján í viðtali við Andra Má strax eftir leik. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en síðari hálfleikur mjög kaflaskiptur. „14-14 í hálfleik og meðbyrinn aðeins með þeim. Við förum inn í nýjan hálfleik og þeir ná fimm marka forskoti og tuttugu mínútur eftir. Þá fer þessi sláttuvél þín í gang.“ Kári KristjánVísir/Anton Brink Kári sagði vörnina hafa skipt sköpum í dag en hávörn Eyjamanna varði hvert skotið á fætur öðru og þá var Pavel Miskovich góður í markinu. „Við skiptum um varnarleik, förum að vinna boltann. Við verjum í hávörninni örugglega fleiri bolta en markmennirnir. Markmaðurinn er góður allan leikinn þannig að við erum að vinna boltann mikið í seinni hálfleik og ná að verja markið okkar vel.“ Kári sagði einnig að breidd Eyjaliðsins væri góð. „Við náum að rúlla á liðinu okkar. Það var vitað mál fyrir einvígið að við erum með meiri breidd en Haukar, erum að spila á fleiri mönnum og fleiri gæjar hjá okkur í hlutverkum. Það er yndislegt að sjá unga peyja hjá okkur í rúllinu.“ „Í dag erum við með Dag, Elmar, Danjá, Sidda og Elmar, sagði ég það ekki? Við erum með fimm að rúlla í tvær stöður og það hefur bara gengið drulluvel.“ Olís-deild karla ÍBV Haukar
ÍBV er komið með forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handknattleik eftir sex marka heimasigur gegn Haukum í dag. Liðin mætast á ný á þriðjudag í Hafnarfirði. Þegar um tíu mínútur voru liðnar var staðan orðin 7-4 fyrir Hauka og gestirnir því að byrja vel. Þá tók við góður kafli hjá ÍBV sem endaði með því að þeir náði forystunni og staðan orðin 9-8. Adam Haukur Baumruk verst Arnóri Viðarssyni.Vísir/Anton Brink Andri Már Rúnarsson fór mikinn í sóknarleik Hauka í þessum leik og það var á þessum tímapunkti sem hann fór fyrir sínu liði. Hann stýrði ferðinni og gerði það að verkum að Haukar náðu aftur forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. En í stað þess að Haukar bættu við þá forystu þá kom Sveinn José Rivera með mjög góða innkomu í lið ÍBV og skoraði tvö mörk áður en flautað var til leikhlés. Staðan 14-14 í hálfleik. Það voru Haukar sem byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og þá tók Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV leikhlé. Þrátt fyrir það leikhlé virtist lítið breytast og þegar um korter var eftir af leiknum voru Haukar með fimm marka forystu, 16-21. En þá fóru Eyjamenn í gang. Vísir/Anton Brink Við tók ótúlegur kafli hjá Eyjamönnum þar sem Pavel Miskevich byrjaði að verja allt í markinu, vörnin fór að standa og mörkin komu á færibandi. Það voru eflaust stuðningsmennirnir sem ýttu við liðinu og kveiktu einhvern neista. Haukar áttu fá svör við öflugum Eyjamönnum á þessum kafla og því var fimm marka forystu þeirra ekki lengi að fara. Kári Kristján skoraði hvert markið á fætur öðru eða fiskaði víti og fór fyrir liði sínu. Lokatölur í leiknum 33-27 og ÍBV því komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Af hverju vann ÍBV? ÍBV gefst aldrei upp og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir að Haukar hafi verið komnir með fimm marka forystu í seinni hálfleiknum þá efast ég um að þeir sem vita eitthvað um handbolta hafi haldið að sigurinn væri í höfn. Eyjamenn fagna í leikslok.Vísir/Anton Brink Stuðningsmennirnir og stemningin í húsinu ýtti við leikmönnunum og það kveikti neista í öllu og þegar neistinn er kominn hjá Eyjamönnum þá er nánast ómögulegt að stöðva þá. Hverjir stóðu uppúr? Andri Már var frábær í liði Hauka og fór fyrir liði sínu en þeir Arnór Viðarsson og Kári Kristján hjá ÍBV stálu senunni í seinni hálfleiknum. Hvað fór illa? Mögulega fór þreytan að segja til sín hjá Haukum undir lokin, það var ekki sami kraftur í liðinu. En maður sá svipað gerast hjá FH fyrir nokkrum vikum þegar FH-ingar voru með góða forystu áður en lokakaflinn tók við og þá gerðist nákvæmlega það sama. Pavel Miskevich var öflugur í marki Eyjamanna.Vísir/Anton Brink Það er rosalega erfitt að stöðva Eyjamenn þegar þeir fara í gang með stuðningsmenn sína á bakvið sig. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn á Ásvöllum og því fá liði tvo daga til þess að hvíla. Erlingur: Það þurfti að hafa fyrir þessu Erlingur Richardsson er þjálfari ÍBV.Vísir/Anton Brink Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV var ánægður með sigurinn í dag en sagði liðið hafa verið lengi í gang sóknarlega. „Þetta er hættan. Mér fannst við vera hikstandi lengi vel sóknarlega og það er eins og þú segir, þú þarft að vera í keppnistakti og sérstaklega sóknarlega til að láta hlutina ganga. Við breyttum aðeins um vörn sem hjálpaði okkur að fá hraðaupphlaup og við nýttum þau svo sannarlega, það hjálpaði helling. Það þurfti að hafa fyrir þessu já,“ sagði Erlingur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leikinn í dag. ÍBV breytti um vörn í seinni hálfleiknum og fór í hina frægu ÍBV-vörn. Stuðningsmenn ÍBV létu vel í sér heyra í dag.Vísir/Anton Brink „Það þekkja þetta allir frá okkur, við eigum þetta plan b. Það er oft erfitt að leika þessa vörn gegn Haukum, Tjörvi og Heimir eru búnir að keppa á móti þessari vörn síðustu tíu árin og þeir kunna alveg trixin. Þeir náðu að koma með eina, tvær sendingar sem maður hræðist oft gegn Haukunum en þetta hjálpaði í dag svo sannarlega.“ Andri Már Rúnarsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson voru Eyjamönnum oft erfiðir í leiknum. „Þeir eru bara eldheitir Andri og Guðmundur. Þeir eru mjög hættulegir og miklir skotmenn. Það fór að draga af þeim í lokin sá ég líka. Þeir eru mjög heitir eins og staðan er í dag,“ sagði Erlingur að lokum. Guðmundur Bragi: Leikur sem við viljum svara fyrir strax Guðmundur Bragi gegn Ívari Bessa Viðarssyni varnarmanni Eyjamanna.Vísir/Anton Brink Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði níu mörk fyrir Hauka í dag og átti góðan leik í sókninni. „Þetta byrjaði fínt og fínt í seinni en síðan hrynur þetta allt, það er ekkert flókið,“ sagði Guðmundur Bragi eftir leik en 14-3 kafli Eyjamanna í síðari hálfleik færði þeim sigurinn í leiknum í dag. Guðmundur Bragi sagði að það hefði verið gaman að spila leikinn í dag. Hann sagði Haukana hafa kastað sigrinum frá sér. „Bara fínt, þetta var stemmning og gaman og læti og allt það. Það hafa verið meiri læti í húsinu en þetta var fín stemmning.“ „Mér líður eins og við höfum kastað þessu frá okkur um miðbik seinni hálfleiks. Mér líður ekki eins og þeir hafi lokað fyrir heldur að við höfum kastað boltanum frá okkur og bara upp í loftið.“ Brynjólfur Snær Brynjólfsson fer inn úr horninu hjá Haukum.Vísir/Anton Brink Hann tók samt ekkert af Eyjaliðinu og sagði Haukaliðið verða klárt í leik tvö á þriðjudag. „Auðvitað voru þeir góðir undir lokin, þá má ekki taka neitt af þeim. Við erum líka bara klaufar og oft á tíðum sjálfum okkur verstir. Ég er að gefa nokkrar ömurlegar sendingar og þetta er bara alls ekki gott hjá okkur.“ „Við erum spenntir. Þetta er leikur sem við viljum svara strax fyrir. Það er bara á þriðjudag og við mætum grjótharðir í næsta leik.“ Kári: Það er yndislegt að sjá unga peyja hjá okkur í rúllinu Kári Kristján var öflugur í dag.Vísir/Anton Brink Kári Kristján var spurður að því fyrir leik hvað þyrfti til að keyra Eyjasláttuvélina í gang fyrir leikinn í dag. Það gekk ekki alveg í byrjun en þegar hún fór í gang var erfitt að stoppa. „Þetta er alveg rétt hjá þér. Auðvitað leggur mig af stað í þessa helvítis leiki og allt klárt, ljósavélin í gangi og varaafl og allt. Við erum bara allt of lengi í gang, við erum lengi að kýla okkur upp úr þessu og allt of hægir í byrjun,“ sagði Kári Kristján í viðtali við Andra Má strax eftir leik. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en síðari hálfleikur mjög kaflaskiptur. „14-14 í hálfleik og meðbyrinn aðeins með þeim. Við förum inn í nýjan hálfleik og þeir ná fimm marka forskoti og tuttugu mínútur eftir. Þá fer þessi sláttuvél þín í gang.“ Kári KristjánVísir/Anton Brink Kári sagði vörnina hafa skipt sköpum í dag en hávörn Eyjamanna varði hvert skotið á fætur öðru og þá var Pavel Miskovich góður í markinu. „Við skiptum um varnarleik, förum að vinna boltann. Við verjum í hávörninni örugglega fleiri bolta en markmennirnir. Markmaðurinn er góður allan leikinn þannig að við erum að vinna boltann mikið í seinni hálfleik og ná að verja markið okkar vel.“ Kári sagði einnig að breidd Eyjaliðsins væri góð. „Við náum að rúlla á liðinu okkar. Það var vitað mál fyrir einvígið að við erum með meiri breidd en Haukar, erum að spila á fleiri mönnum og fleiri gæjar hjá okkur í hlutverkum. Það er yndislegt að sjá unga peyja hjá okkur í rúllinu.“ „Í dag erum við með Dag, Elmar, Danjá, Sidda og Elmar, sagði ég það ekki? Við erum með fimm að rúlla í tvær stöður og það hefur bara gengið drulluvel.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti