Í fjórða skiptið sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst á einu stigi í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 15:00 Keyshawn Woods var hetja Stólanna og sýndi hvað hann er með sterkar taugar þegar hann setti niður fimm víti í röð á úrslitastundu þar sem þrjú í röð þegar fjórar sekúndur voru eftir. Woods átti erfitt með sig í leikslok eins og fleiri Stólar. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll er Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa unnið fimmta og síðasta leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta með minnsta mun. Spennan í úrslitaeinvíginu gat ekki verið meiri. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira