Níu titlar Pavels Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 11:00 Pavel Ermolinskij lyftir Íslandsmeistaratitlinum í níunda skiptið en í fyrsta skiptið sem þjálfari. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. Sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson kallar Pavel rað-sigurvegara og það er ekki að ástæðulausu. Þetta var kannski fyrsti Íslandsmeistaratitil Pavels sem þjálfari en þetta var hans níundi á ferlinum. Pavel er nú 9-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á ferlinum. Hann fór út í atvinnumennsku mjög ungur en KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar hann samdi við þá á miðju 2009-2010 tímabilinu. Pavel og KR-liðið duttu reyndar út á móti verðandi Íslandsmeisturum Snæfells í oddaleik í undanúrslitunum en Pavel festi fljótt rætur í Frostaskjólinu. Vísir/Hulda Margrét KR-liðið varð Íslandsmeistari á hans fyrsta heila ári árið eftir, 2011. Pavel fór þá í tvö ár út í atvinnumennsku til Svíþjóðar og KR-ingar náðu ekki að vinna titilinn án hans. Hann sneri aftur á móti aftur sumarið 2013 og þá hófst mesta sigurganga í sögu úrslitakeppninnar. Pavel og KR-liðið urðu Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel breytt þá til og fór í Val. Valur hafði ekki orðið Íslandsmeistari í næstum því fjörutíu ár þegar hann mætti á svæðið en þremur árum síðar vann Valsliðið Íslandsmeistaratitilinn og ekki síst fyrir framlög Pavels. Vísir/Hulda Margrét Pavel ákvað að setja skóna upp á hillu og taka sér frí frá körfubolta á þessu tímabili. Það frí varð þó styttra en áætlað var. Tindastóll kallaði á hann þegar liðið lét Vladimir Anzulović fara. Stólarnir höfðu beðið og beðið eftir þeim stóra en aðeins vantað herslumuninn. Í þremur af fjórum lokaúrslitum Stólanna var það einmitt Pavel, sem leikmaður mótherjanna, sem hafði komið með þennan herslumun og þrjú silfur voru því í húsi á Króknum frá árinu 2015. Það þurfti sterkan karakter og sigurvegara til að ýta Stólunum loksins yfir línuna. Pavel var enn á ný rétti maðurinn og stækkaði kaflann um sig í sögubók íslenska körfuboltans. Hægt og rólega tókst Pavel að kveikja á Stólunum sem komu síðan á siglingu inn í úrslitakeppnina. Þeir léku sér að Keflavík og Njarðvík og tryggðu sér loksins titilinn með sigri í oddaleik á Hlíðarenda. Tindastóll vann alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu og annað árið í röð var Pavel því ósigraður á Hlíðarenda í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessa níu Íslandsmeistaratitla Pavels. Pavel Ermolinskij með Finni Frey Stefánssyni, þáverandi þjálfara KR, þegar hann kom aftur til KRT 2014.Mynd / fésbókarsíða KR Sá fyrsti - 19. apríl 2011 í Garðabæ KR vinnur Stjörnuna 109-95 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er mjög nálægt þrennunni með 11 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá annar - 1. maí 2014 í Grindavík KR vinnur Grindavík 87-79 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er frábær í lokaleiknum með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og framlagshæstur á vellinum. Þetta var tímabilið sem hann og Martin Hermannsson „rifust“ um treyju fimmtán eins og frægt var. Martin kvaddi KR eftir þetta tímabil. Sá þriðji - 29. apríl 2015 á Sauðárkróki KR vinnur Tindastól 88-81 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er flottur í lokaleiknum með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hittir úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Pavel Ermolinskij fagnar Íslandsmeistaratitli sem KR vann í Grindavík.vísir/andri marinó Sá fjórði - 28. apríl 2016 á Ásvöllum KR vinnur Hauka 84-70 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er með tvennu í lokaleiknum, skoraði 12 stig og tók 12 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hann hittir úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Sá fimmti - 30. apríl 2017 í Vesturbænum KR vinnur 95-56 stórsigur á Grindavík í oddaleik um titilinn og þar með einvígið 3-2. Pavel heldur sóknarleiknum gangandi með því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum sem er enn met í oddaleik um titilinn. Hann er líka með átta fráköst og fimm stig. Pavel Ermolinskij fagnar með stuðningsmönnum KRþVísir/vilhelm Sá sjötti - 28. apríl 2018 í Vesturbænum KR vinnur 89-73 sigur á Tindastól í fjórða leiknum og þar sem einvígið 3-1. Pavel var með 9 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá sjöundi - 4. maí 2019 í Vesturbænum KR vinnur 98-70 sigur á ÍR í oddaleik og þar með einvígið 3-2. KR lendir 0-1 og 1-2 undir í einvíginu en tryggir sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Pavel glímir við meiðsli í úrslitaeinvíginu og spilar lítið sem ekkert í síðustu þremur leikjunum. Kannski fyrstu kynni af því að hjálpa liði af bekknum sem andlegur leiðtogi. Pavel varð Íslandsmeistari með Val á sínu síðasta ári sem leikmaður.Vísir/Bára Sá áttundi - 18. maí 2022 á Hlíðarenda Pavel hefur fært sig yfir í Val og þetta er hans þriðja tímabil. Valur verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 39 ár eftir 73-60 sigur á Tindastól í oddaleik en Pavel er með 8 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í lokaleiknum. Hann skorar fimm stig í röð þegar Valur breytir stöðunni úr 39-39 í 44-39 í byrjun seinni hálfleiks en Valsliðið er yfir allan tímann eftir það. Sá níundi - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Pavel er nú tekinn við sem þjálfari Tindastólsliðsins sem hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann sannar sig sem andlegur leiðtogi og er aldrei sterkari en á þeim tímapunktum þegar Stólarnir eru vanir því að brotna. Tindastólsliðið verður loksins meistari með því að vinna oddaleikinn með einu stigi á útivelli, 82-81. Pavel bætist í hóp þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sem þjálfari Pavel með bikarinn í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Subway-deild karla Tindastóll KR Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson kallar Pavel rað-sigurvegara og það er ekki að ástæðulausu. Þetta var kannski fyrsti Íslandsmeistaratitil Pavels sem þjálfari en þetta var hans níundi á ferlinum. Pavel er nú 9-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á ferlinum. Hann fór út í atvinnumennsku mjög ungur en KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar hann samdi við þá á miðju 2009-2010 tímabilinu. Pavel og KR-liðið duttu reyndar út á móti verðandi Íslandsmeisturum Snæfells í oddaleik í undanúrslitunum en Pavel festi fljótt rætur í Frostaskjólinu. Vísir/Hulda Margrét KR-liðið varð Íslandsmeistari á hans fyrsta heila ári árið eftir, 2011. Pavel fór þá í tvö ár út í atvinnumennsku til Svíþjóðar og KR-ingar náðu ekki að vinna titilinn án hans. Hann sneri aftur á móti aftur sumarið 2013 og þá hófst mesta sigurganga í sögu úrslitakeppninnar. Pavel og KR-liðið urðu Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel breytt þá til og fór í Val. Valur hafði ekki orðið Íslandsmeistari í næstum því fjörutíu ár þegar hann mætti á svæðið en þremur árum síðar vann Valsliðið Íslandsmeistaratitilinn og ekki síst fyrir framlög Pavels. Vísir/Hulda Margrét Pavel ákvað að setja skóna upp á hillu og taka sér frí frá körfubolta á þessu tímabili. Það frí varð þó styttra en áætlað var. Tindastóll kallaði á hann þegar liðið lét Vladimir Anzulović fara. Stólarnir höfðu beðið og beðið eftir þeim stóra en aðeins vantað herslumuninn. Í þremur af fjórum lokaúrslitum Stólanna var það einmitt Pavel, sem leikmaður mótherjanna, sem hafði komið með þennan herslumun og þrjú silfur voru því í húsi á Króknum frá árinu 2015. Það þurfti sterkan karakter og sigurvegara til að ýta Stólunum loksins yfir línuna. Pavel var enn á ný rétti maðurinn og stækkaði kaflann um sig í sögubók íslenska körfuboltans. Hægt og rólega tókst Pavel að kveikja á Stólunum sem komu síðan á siglingu inn í úrslitakeppnina. Þeir léku sér að Keflavík og Njarðvík og tryggðu sér loksins titilinn með sigri í oddaleik á Hlíðarenda. Tindastóll vann alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu og annað árið í röð var Pavel því ósigraður á Hlíðarenda í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessa níu Íslandsmeistaratitla Pavels. Pavel Ermolinskij með Finni Frey Stefánssyni, þáverandi þjálfara KR, þegar hann kom aftur til KRT 2014.Mynd / fésbókarsíða KR Sá fyrsti - 19. apríl 2011 í Garðabæ KR vinnur Stjörnuna 109-95 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er mjög nálægt þrennunni með 11 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá annar - 1. maí 2014 í Grindavík KR vinnur Grindavík 87-79 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er frábær í lokaleiknum með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og framlagshæstur á vellinum. Þetta var tímabilið sem hann og Martin Hermannsson „rifust“ um treyju fimmtán eins og frægt var. Martin kvaddi KR eftir þetta tímabil. Sá þriðji - 29. apríl 2015 á Sauðárkróki KR vinnur Tindastól 88-81 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er flottur í lokaleiknum með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hittir úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Pavel Ermolinskij fagnar Íslandsmeistaratitli sem KR vann í Grindavík.vísir/andri marinó Sá fjórði - 28. apríl 2016 á Ásvöllum KR vinnur Hauka 84-70 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er með tvennu í lokaleiknum, skoraði 12 stig og tók 12 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hann hittir úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Sá fimmti - 30. apríl 2017 í Vesturbænum KR vinnur 95-56 stórsigur á Grindavík í oddaleik um titilinn og þar með einvígið 3-2. Pavel heldur sóknarleiknum gangandi með því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum sem er enn met í oddaleik um titilinn. Hann er líka með átta fráköst og fimm stig. Pavel Ermolinskij fagnar með stuðningsmönnum KRþVísir/vilhelm Sá sjötti - 28. apríl 2018 í Vesturbænum KR vinnur 89-73 sigur á Tindastól í fjórða leiknum og þar sem einvígið 3-1. Pavel var með 9 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá sjöundi - 4. maí 2019 í Vesturbænum KR vinnur 98-70 sigur á ÍR í oddaleik og þar með einvígið 3-2. KR lendir 0-1 og 1-2 undir í einvíginu en tryggir sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Pavel glímir við meiðsli í úrslitaeinvíginu og spilar lítið sem ekkert í síðustu þremur leikjunum. Kannski fyrstu kynni af því að hjálpa liði af bekknum sem andlegur leiðtogi. Pavel varð Íslandsmeistari með Val á sínu síðasta ári sem leikmaður.Vísir/Bára Sá áttundi - 18. maí 2022 á Hlíðarenda Pavel hefur fært sig yfir í Val og þetta er hans þriðja tímabil. Valur verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 39 ár eftir 73-60 sigur á Tindastól í oddaleik en Pavel er með 8 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í lokaleiknum. Hann skorar fimm stig í röð þegar Valur breytir stöðunni úr 39-39 í 44-39 í byrjun seinni hálfleiks en Valsliðið er yfir allan tímann eftir það. Sá níundi - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Pavel er nú tekinn við sem þjálfari Tindastólsliðsins sem hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann sannar sig sem andlegur leiðtogi og er aldrei sterkari en á þeim tímapunktum þegar Stólarnir eru vanir því að brotna. Tindastólsliðið verður loksins meistari með því að vinna oddaleikinn með einu stigi á útivelli, 82-81. Pavel bætist í hóp þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sem þjálfari Pavel með bikarinn í leikslok.Vísir/Hulda Margrét
Subway-deild karla Tindastóll KR Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira