Seinkaði Orlando ferðinni og varð Íslandsmeistari: Brotnaði niður á pallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 09:30 Pétur Rúnar Birgisson átti erfitt með sig á verðlaunapallinum. S2 Sport Ef það var einhver Tindastólsmaður sem var búinn að bíða eftir að sá stóri kæmi á Krókinn þá væri það Herra Skagafjörður sem er búinn að vera með frá upphafi í þessu körfuboltaævintýri fyrir norðan. Pétur Rúnar Birgisson er búinn að vera lykilmaður í liði Tindastóls síðan hann var táningur og það sást vel á honum í leikslok hvað hann er búinn að bíða lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum. Pétur Rúnar var gestur á háborði Subway Körfuboltakvölds eftir leik þar sem hann ræddi við Hörð Unnsteinsson og sérfræðinga hans Teit Örlygsson og Hermann Hauksson. En hvernig er tilfinningin? „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég var bara í einhverri geðshræringu þarna eftir leikinn. Ég hélt ég myndi fara að gráta strax eftir leik en gerði það ekki. Svo náði ég augnsambandi við einn vininn minn og ég gjörsamlega brotnaði niður upp á sviðinu. Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg en ég er enn þá að reyna að meðtaka hana og taka þetta inn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson. „Ég er ekki einu sinni búinn að ná öllum leikmönnunum okkar. Ég er ekki búinn að ná AD,“ sagði Pétur Rúnar. „Þetta er löng helgi Pétur,“ skaut þá Teitur Örlygsson inn í en hann varð tíu sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli og þekkir þetta vel. „Ég átti að vera að fara til Orlando klukkan fimm í dag. Ég þurfti að seinka ferðinni,“ sagði Pétur hlæjandi. Hann sem betur fer frestaði ferðinni um nokkra daga og eyðir helginni væntanlega í sigurhátíð á Sauðárkróki. Pétur Rúnar fór líka yfir styrkleika Tindastólsliðið og hvernig Stólarnir fóru að þessu. Hann fékk hrós frá sérfræðingunum sem bentu líka á það að hann hafi bara hlaupið í hringi þegar leiktíminn rann út og Stólarnir voru orðnir meistarar. Það má sjá það og allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Pétur brotnaði niður á verðlaunapallinum Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson er búinn að vera lykilmaður í liði Tindastóls síðan hann var táningur og það sást vel á honum í leikslok hvað hann er búinn að bíða lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum. Pétur Rúnar var gestur á háborði Subway Körfuboltakvölds eftir leik þar sem hann ræddi við Hörð Unnsteinsson og sérfræðinga hans Teit Örlygsson og Hermann Hauksson. En hvernig er tilfinningin? „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég var bara í einhverri geðshræringu þarna eftir leikinn. Ég hélt ég myndi fara að gráta strax eftir leik en gerði það ekki. Svo náði ég augnsambandi við einn vininn minn og ég gjörsamlega brotnaði niður upp á sviðinu. Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg en ég er enn þá að reyna að meðtaka hana og taka þetta inn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson. „Ég er ekki einu sinni búinn að ná öllum leikmönnunum okkar. Ég er ekki búinn að ná AD,“ sagði Pétur Rúnar. „Þetta er löng helgi Pétur,“ skaut þá Teitur Örlygsson inn í en hann varð tíu sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli og þekkir þetta vel. „Ég átti að vera að fara til Orlando klukkan fimm í dag. Ég þurfti að seinka ferðinni,“ sagði Pétur hlæjandi. Hann sem betur fer frestaði ferðinni um nokkra daga og eyðir helginni væntanlega í sigurhátíð á Sauðárkróki. Pétur Rúnar fór líka yfir styrkleika Tindastólsliðið og hvernig Stólarnir fóru að þessu. Hann fékk hrós frá sérfræðingunum sem bentu líka á það að hann hafi bara hlaupið í hringi þegar leiktíminn rann út og Stólarnir voru orðnir meistarar. Það má sjá það og allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Pétur brotnaði niður á verðlaunapallinum
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira