Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2023 08:00 Vilborg segir að þrátt fyrir að gildi lýðræðis og réttarríkis þyki sjálfsögð hér á landi sé mikilvægt að impra á þeim á vettvangi Evrópuráðsins þegar þess gefst kostur. Aðsend Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira