Gæsla til bjargar dómara sem hótað var lífláti Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2023 08:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Daníel Þór „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og þetta er eitthvað sem við höfum enga þolinmæði fyrir,“ segir Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands. Tilefnið eru líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hafa borist á síðustu vikum. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kallað var eftir stillingu á meðal almennings þegar kemur að gagnrýni í garð starfa dómara. Ástæða yfirlýsingarinnar eru tvær líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hefur borist á síðustu vikum. Fyrrum dómarinn Þóroddur Hjaltalín, sem vinnur að dómaramálum hjá KSÍ, segir þetta grafalvarlegt mál. „Önnur hótunin berst dómaranum beint sem talskilaboð en hitt atvikið er einfaldlega þar sem áhorfandi missir stjórn á skapi sínu, ryðst inn á völlinn og ætlar bara í dómarann og hótar honum lífláti. Sem betur fer brást gæslan vel við og steig inn í þessar aðstæður sem við erum auðvitað mjög þakklát fyrir. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og þakka þeim fyrir frábær vinnubrögð þar,“ segir Þóroddur sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um smáatriði tengd atvikunum tveimur. Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður KSÍ.Vísir/Dúi En eru fordæmi fyrir slíkum hótunum? „Já, því miður. En okkur þykir þetta vera að færast aðeins í aukana núna og lítum þetta mjög alvarlegum augum því að það að hóta fólki, hvort sem það eru strákapör eða eins og í þessu tilfelli, stálpaður einstaklingur sem kemur inn á völlinn er bara mjög alvarlegt og verður ekki liðið hér,“ segir Þóroddur. Aðspurður um hvort leitað verði til lögreglu vegna málsins segir Þóroddur málið enn til vinnslu. „Það er bara allt í skoðun. Við erum að vinna málið núna og afla okkur upplýsinga.“ Dómurum verulega brugðið Þóroddur segir dómarana sem bárust hótanirnar vera brugðið. Þá sé hætt við að þetta fæli þá eða aðra frá starfinu. „Ég er auðvitað í miklum samskiptum við þá, þeir eru starfsmenn hérna hjá okkur og þeim er auðvitað verulega brugðið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Þóroddur. En er þá hætta á að menn segi sig frá dómgæslunni þegar svona hótanir berast? „Auðvitað óttumst við það alltaf en í þessum tilfellum er það ekki þannig. Knattspyrnudómarar eru yfirleitt með sterkt bak og þurfa að hafa það, en það eru takmörk fyrir öllu,“ segir Þóroddur. Vilja gagnrýni en öllu má ofgera Þóroddur var sjálfur dómari í yfir tvo áratugi en kveðst ekki hafa lent í öðru eins sjálfur á meðan hann dæmdi. „Ég man ekki eftir því að mér hafi verið hótað lífláti en auðvitað var ýmislegt sem gekk yfir mann. Það er ástríða í fótbolta og við viljum hafa það þannig, það er enginn að biðja um að það verði tekið út úr þessu,“ „Hún er oft hörð og óvægin þessi gagnrýni sem við fáum og það fylgir þessu. Við viljum fá gagnrýni og helst uppbyggilega gagnrýni því við viljum gera betur og ég held að það vilji allir í fótbolta gera betur. Hvort sem það erum við í KSÍ, dómarar, leikmenn eða þeir sem standa að félögunum. Við erum alls ekki að biðja um að gagnrýni verði lögð á hilluna en þetta er ekki hægt að líða og við verðum að bregðast við,“ segir Þóroddur. En tekur gagnrýnin á menn? „Hún getur gert það en við reynum að halda utan um þetta og dómarahópurinn er þéttur. Þeir hjálpast að og eru duglegir að bakka hvern annan upp og eins við hérna. En hún getur verið erfið.“ Klippa: Þeim er auðvitað verulega brugðið Átak kynnt síðar í mánuðinum Þóroddur segir þá verkefni vera í pípunum hjá KSÍ til að skapa jákvæðara starfsumhverfi fyrir dómara, líkt og snert var á í yfirlýsingu KSÍ í gær. „Við erum að vinna í því að gera vinnuumhverfi knattspyrnudómara jákvæðara og meira uppbyggilegt. Það fjölgar alltaf liðunum og leikjunum og við verðum að fá einhverja einstaklinga til að dæma. Við erum á leið í átaksverkefni sem kynnt verður betur í þessum mánuði,“ segir Þóroddur. Viðtalið við Þórodd má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kallað var eftir stillingu á meðal almennings þegar kemur að gagnrýni í garð starfa dómara. Ástæða yfirlýsingarinnar eru tvær líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hefur borist á síðustu vikum. Fyrrum dómarinn Þóroddur Hjaltalín, sem vinnur að dómaramálum hjá KSÍ, segir þetta grafalvarlegt mál. „Önnur hótunin berst dómaranum beint sem talskilaboð en hitt atvikið er einfaldlega þar sem áhorfandi missir stjórn á skapi sínu, ryðst inn á völlinn og ætlar bara í dómarann og hótar honum lífláti. Sem betur fer brást gæslan vel við og steig inn í þessar aðstæður sem við erum auðvitað mjög þakklát fyrir. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og þakka þeim fyrir frábær vinnubrögð þar,“ segir Þóroddur sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um smáatriði tengd atvikunum tveimur. Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður KSÍ.Vísir/Dúi En eru fordæmi fyrir slíkum hótunum? „Já, því miður. En okkur þykir þetta vera að færast aðeins í aukana núna og lítum þetta mjög alvarlegum augum því að það að hóta fólki, hvort sem það eru strákapör eða eins og í þessu tilfelli, stálpaður einstaklingur sem kemur inn á völlinn er bara mjög alvarlegt og verður ekki liðið hér,“ segir Þóroddur. Aðspurður um hvort leitað verði til lögreglu vegna málsins segir Þóroddur málið enn til vinnslu. „Það er bara allt í skoðun. Við erum að vinna málið núna og afla okkur upplýsinga.“ Dómurum verulega brugðið Þóroddur segir dómarana sem bárust hótanirnar vera brugðið. Þá sé hætt við að þetta fæli þá eða aðra frá starfinu. „Ég er auðvitað í miklum samskiptum við þá, þeir eru starfsmenn hérna hjá okkur og þeim er auðvitað verulega brugðið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Þóroddur. En er þá hætta á að menn segi sig frá dómgæslunni þegar svona hótanir berast? „Auðvitað óttumst við það alltaf en í þessum tilfellum er það ekki þannig. Knattspyrnudómarar eru yfirleitt með sterkt bak og þurfa að hafa það, en það eru takmörk fyrir öllu,“ segir Þóroddur. Vilja gagnrýni en öllu má ofgera Þóroddur var sjálfur dómari í yfir tvo áratugi en kveðst ekki hafa lent í öðru eins sjálfur á meðan hann dæmdi. „Ég man ekki eftir því að mér hafi verið hótað lífláti en auðvitað var ýmislegt sem gekk yfir mann. Það er ástríða í fótbolta og við viljum hafa það þannig, það er enginn að biðja um að það verði tekið út úr þessu,“ „Hún er oft hörð og óvægin þessi gagnrýni sem við fáum og það fylgir þessu. Við viljum fá gagnrýni og helst uppbyggilega gagnrýni því við viljum gera betur og ég held að það vilji allir í fótbolta gera betur. Hvort sem það erum við í KSÍ, dómarar, leikmenn eða þeir sem standa að félögunum. Við erum alls ekki að biðja um að gagnrýni verði lögð á hilluna en þetta er ekki hægt að líða og við verðum að bregðast við,“ segir Þóroddur. En tekur gagnrýnin á menn? „Hún getur gert það en við reynum að halda utan um þetta og dómarahópurinn er þéttur. Þeir hjálpast að og eru duglegir að bakka hvern annan upp og eins við hérna. En hún getur verið erfið.“ Klippa: Þeim er auðvitað verulega brugðið Átak kynnt síðar í mánuðinum Þóroddur segir þá verkefni vera í pípunum hjá KSÍ til að skapa jákvæðara starfsumhverfi fyrir dómara, líkt og snert var á í yfirlýsingu KSÍ í gær. „Við erum að vinna í því að gera vinnuumhverfi knattspyrnudómara jákvæðara og meira uppbyggilegt. Það fjölgar alltaf liðunum og leikjunum og við verðum að fá einhverja einstaklinga til að dæma. Við erum á leið í átaksverkefni sem kynnt verður betur í þessum mánuði,“ segir Þóroddur. Viðtalið við Þórodd má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn