„Eins og hver annar kjaftaklúbbur“ náist ekki samstaða um bitastæð viðbrögð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2023 11:40 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fundinn geta haft mikla þýðingu ef leiðtogarnir ná saman um bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð. vísir/vilhelm Nái leiðtogar Evrópuráðsins saman um sértæka, bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð vegna innrásar Rússa í Úkraínu getur leiðtogafundurinn, sem fram fer í Hörpu í dag, haft veruleg áhrif. Takist það ekki er hann bara eins og hver annar kjaftaklúbbur. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Óvanalegt er að haldnir séu leiðtogafundir í Evrópuráðinu enda hefur ráðið, að sögn Eiríks, ekki haft mikla vigt í alþjóðasamskiptum lengst af. „Það eru þó tímabil þegar Evrópuráðið hefur skipt miklu máli eins og eftir fall Berlínarmúrsins, en lengst af eru þetta aðrar stofnanir sem sjá um svona mál, Evrópusambandið, NATO og þess háttar sem hafa ákvörðunartökuvald þar sem leiðtogafundir eru haldnir reglulega.“ Fylgjast má með öllu því helsta tengdu leiðtogafundinum í vaktinni á Vísi: Evrópuráðið er vettvangur þar sem nánast öll Evrópuríki eru samankomin sem gerir ráðið sérstakt. Óvíst hvort raunveruleg niðurstaða náist á fundinum Á fundinum í dag og á morgun stendur til að setja saman tjónaskrá yfir þau skemmdarverk sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Aðspurður um þýðingu fundarins segir Eiríkur skipta öllu máli hvernig Evrópuríkin líti á tjónaskrána, hvort samstaða náist um skrána og viðbrögð við henni. „Og þá veltur auðvitað allt saman á því hvort að í fyrsta lagi leiðtogarnir nái saman um einhvers konar sameiginlegan skilning á ástandinu, sem gera má ráð fyrir. En síðan í öðru lagi - sem kannski skiptir enn meira máli, hvort leiðtogarnir nái saman um einhver viðbrögð, um einhverjar aðgerðir um til hvers þessi tjónaskrá eigi þá að leiða. Það er miklu flóknara mál og óvissara um að ráða hvort raunveruleg niðurstaða náist þar.“ Kjaftaklúbbur? Eðlilega megi gera ráð fyrir að leiðtogarnir nái saman um almenna yfirlýsingu en hvort hún verði nægjanlega sértæk til að hafa raunverulegt bit í viðbrögðum við innrásina, þurfi að koma í ljós. „Og takist það, þá getur þessi fundur haft veruleg áhrif, en takist það ekki - þá er þetta auðvitað bara eins og hver annar kjaftaklúbbur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Óvanalegt er að haldnir séu leiðtogafundir í Evrópuráðinu enda hefur ráðið, að sögn Eiríks, ekki haft mikla vigt í alþjóðasamskiptum lengst af. „Það eru þó tímabil þegar Evrópuráðið hefur skipt miklu máli eins og eftir fall Berlínarmúrsins, en lengst af eru þetta aðrar stofnanir sem sjá um svona mál, Evrópusambandið, NATO og þess háttar sem hafa ákvörðunartökuvald þar sem leiðtogafundir eru haldnir reglulega.“ Fylgjast má með öllu því helsta tengdu leiðtogafundinum í vaktinni á Vísi: Evrópuráðið er vettvangur þar sem nánast öll Evrópuríki eru samankomin sem gerir ráðið sérstakt. Óvíst hvort raunveruleg niðurstaða náist á fundinum Á fundinum í dag og á morgun stendur til að setja saman tjónaskrá yfir þau skemmdarverk sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Aðspurður um þýðingu fundarins segir Eiríkur skipta öllu máli hvernig Evrópuríkin líti á tjónaskrána, hvort samstaða náist um skrána og viðbrögð við henni. „Og þá veltur auðvitað allt saman á því hvort að í fyrsta lagi leiðtogarnir nái saman um einhvers konar sameiginlegan skilning á ástandinu, sem gera má ráð fyrir. En síðan í öðru lagi - sem kannski skiptir enn meira máli, hvort leiðtogarnir nái saman um einhver viðbrögð, um einhverjar aðgerðir um til hvers þessi tjónaskrá eigi þá að leiða. Það er miklu flóknara mál og óvissara um að ráða hvort raunveruleg niðurstaða náist þar.“ Kjaftaklúbbur? Eðlilega megi gera ráð fyrir að leiðtogarnir nái saman um almenna yfirlýsingu en hvort hún verði nægjanlega sértæk til að hafa raunverulegt bit í viðbrögðum við innrásina, þurfi að koma í ljós. „Og takist það, þá getur þessi fundur haft veruleg áhrif, en takist það ekki - þá er þetta auðvitað bara eins og hver annar kjaftaklúbbur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira