Lyngby áfrýjar umdeildu leikbanni Sævars Atla Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 11:01 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby Twitter/@LyngbyBoldklub Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur áfrýjað guli spjaldi sem Sævar Atli Magnússon fékk í leik gegn Silkeborg IF um nýafstaðna helgi. Spjaldið veldur því að Sævar er í banni í næsta leik liðsins. Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Danski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens.
Danski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira