Vill eignast börn með Bieber en er hrædd Máni Snær Þorláksson skrifar 15. maí 2023 00:08 Hailey Bieber segist vilja eignast börn með eiginmanni sínum en að hún verði hrædd við tilhugsunina. Getty/MEGA Fyrirsætan Hailey Bieber segist virkilega vilja eignast börn með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Justin Bieber. Hún segist þó verða hrædd við tilhugsunina sökum þess hve erfitt henni finnst þegar fólk talar um ástvini sína. „Ég bókstaflega er alltaf að gráta út af þessu,“ segir Hailey og hlær í viðtali við The Sunday Times þegar hún er spurð út í það hvort hún og Justin ætli að fara út í barneignir. „Ég vil svo mikið eignast börn en ég verð hrædd. Það er nóg að fólk segi hluti um eiginmanninn minn eða vini mína. Ég get ekki ímyndað mér að þurfa að horfast í augu við að fólk segi hluti um barnið.“ Það er kannski ekki skrýtið að Hailey hafi áhyggjur af slæmu umtali. Á þessu ári hefur mikill stormur geisað í kringum hana í tengslum við fyrrverandi kærustu Justin, tónlistarkonuna Selenu Gomez. Hailey var vægast ekki í uppáhaldi aðdáenda Selenu sem sumir gengu svo langt að senda henni morðhótanir. Í kjölfarið gaf Selena út alvarlega yfirlýsingu þar sem hún sagðist ekki standa fyrir þessu. Enginn ætti að þurfa sitja undir hatri eða einelti,“ sagði Selena í færslunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hailey opnar sig um möguleikann á að eignast börn með Justin. Í viðtali við Harper's Bazaar í ágúst í fyrra virtist hún gera ráð fyrir því að börnin kæmu á endanum hjá þeim. Hún sagði að það tæki mikla vinnu fyrir þau bæði að halda hjónabandinu gangandi, það eigi eftir að vera þannig með börnin líka. „Ég veit að þegar börnin koma að lokum inn í myndina þá verðum við aftur að leggja mikla vinnu í að láta það virka.“ Sjálfur hefur Justin einnig talað um að vilja eignast börn. Í viðtali hjá Ellen árið 2020 sagðist hann vilja eignast „eins mörg börn og Hailey er tilbúin að ýta út.“ Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
„Ég bókstaflega er alltaf að gráta út af þessu,“ segir Hailey og hlær í viðtali við The Sunday Times þegar hún er spurð út í það hvort hún og Justin ætli að fara út í barneignir. „Ég vil svo mikið eignast börn en ég verð hrædd. Það er nóg að fólk segi hluti um eiginmanninn minn eða vini mína. Ég get ekki ímyndað mér að þurfa að horfast í augu við að fólk segi hluti um barnið.“ Það er kannski ekki skrýtið að Hailey hafi áhyggjur af slæmu umtali. Á þessu ári hefur mikill stormur geisað í kringum hana í tengslum við fyrrverandi kærustu Justin, tónlistarkonuna Selenu Gomez. Hailey var vægast ekki í uppáhaldi aðdáenda Selenu sem sumir gengu svo langt að senda henni morðhótanir. Í kjölfarið gaf Selena út alvarlega yfirlýsingu þar sem hún sagðist ekki standa fyrir þessu. Enginn ætti að þurfa sitja undir hatri eða einelti,“ sagði Selena í færslunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hailey opnar sig um möguleikann á að eignast börn með Justin. Í viðtali við Harper's Bazaar í ágúst í fyrra virtist hún gera ráð fyrir því að börnin kæmu á endanum hjá þeim. Hún sagði að það tæki mikla vinnu fyrir þau bæði að halda hjónabandinu gangandi, það eigi eftir að vera þannig með börnin líka. „Ég veit að þegar börnin koma að lokum inn í myndina þá verðum við aftur að leggja mikla vinnu í að láta það virka.“ Sjálfur hefur Justin einnig talað um að vilja eignast börn. Í viðtali hjá Ellen árið 2020 sagðist hann vilja eignast „eins mörg börn og Hailey er tilbúin að ýta út.“
Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira