LeBron dró vagninn er Lakers tryggði sér sæti í úrslitum | Miami sendi Knicks í sumarfrí Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 09:31 LeBron James var stigahæsti maður Lakers er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Harry How/Getty Images LeBron James skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið vann öruggan sigur gegn Golden State Warriors í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt. Lokatölur 122-101 og LeBron og félagar eru á leið í úrslit. Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira