Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. maí 2023 13:25 Formaður ADHD samtakana, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerð varðandi ADHD-lyfjanotkun flugliða breytt. Th: Vísir/Arnar. Tv: Vísir/Vilhelm Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“ Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“
Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira