Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2023 21:06 Ragnar hefur náð mjög góðum árangri í sinni dúfnaræktun og unnið til fjölmarga verðlauna í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana. Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi er einn öflugasti dúfnabóndi landsins enda þaulreyndur í faginu og finnst fátt skemmtilegra en að sinna fuglunum sínum og fara með þá í keppnir um allt land. Þessa dagana eru ungar að klekjast út úr eggjum eða þá að fuglarnir liggja á þeim og bíða eftir ungunum sínum. Flest pörin eru með tvo ungan . „Ég er að para saman góðar dúfur til þess að fá betri keppnisfugla fyrir sumarið,” segir Ragnar. En hvað er það við dúfurnar, sem er svona heillandi? „Þetta eru svo skemmtilegir fuglar, líflegir og gríðarlega ástfangnir, það má ekki gleyma því. Það sem allt snýst um í lífinu er ástin. Kallinn hann dansar í kringum hana, sópar gólfið og matar hana og klórar henni og kjassar, þetta er bara alveg ótrúlegt. Þetta eru alvöru karlar,” segir Ragnar brosandi. Það er ekki nóg með að karlarnir séu alvöru karlar því þeir sjá líka um að gefa ungunum sínum dúfnamjólkina, þar að segja, þeir framleiða mjólk alveg eins og kerlingin, magnað en dagsatt. „Já, það alveg ótrúlegt. Það eru bara tvær fuglategundir, sem ég veit í heiminum, sem gera þetta en það eru Pelíkanar og svo dúfurnar.” Og dúfurnar eru með jafnréttið 100 prósent á hreinu því pörin skiptast á að liggja á eggjunum allan sólarhringinn, hún í 12 klukkutíma og hann í 12 klukkutíma. Og Ragnar á sér uppáhalds dúfu, sem hann er að rækta undan en það er karlinn Snöggur, sem var sneggsta dúfan í keppnum síðasta sumar. Dagsgamall ungi í lófanum hjá Ragnari. Karlinn og kerlingin sjá um að gefa unganum mjólkina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Fuglar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi er einn öflugasti dúfnabóndi landsins enda þaulreyndur í faginu og finnst fátt skemmtilegra en að sinna fuglunum sínum og fara með þá í keppnir um allt land. Þessa dagana eru ungar að klekjast út úr eggjum eða þá að fuglarnir liggja á þeim og bíða eftir ungunum sínum. Flest pörin eru með tvo ungan . „Ég er að para saman góðar dúfur til þess að fá betri keppnisfugla fyrir sumarið,” segir Ragnar. En hvað er það við dúfurnar, sem er svona heillandi? „Þetta eru svo skemmtilegir fuglar, líflegir og gríðarlega ástfangnir, það má ekki gleyma því. Það sem allt snýst um í lífinu er ástin. Kallinn hann dansar í kringum hana, sópar gólfið og matar hana og klórar henni og kjassar, þetta er bara alveg ótrúlegt. Þetta eru alvöru karlar,” segir Ragnar brosandi. Það er ekki nóg með að karlarnir séu alvöru karlar því þeir sjá líka um að gefa ungunum sínum dúfnamjólkina, þar að segja, þeir framleiða mjólk alveg eins og kerlingin, magnað en dagsatt. „Já, það alveg ótrúlegt. Það eru bara tvær fuglategundir, sem ég veit í heiminum, sem gera þetta en það eru Pelíkanar og svo dúfurnar.” Og dúfurnar eru með jafnréttið 100 prósent á hreinu því pörin skiptast á að liggja á eggjunum allan sólarhringinn, hún í 12 klukkutíma og hann í 12 klukkutíma. Og Ragnar á sér uppáhalds dúfu, sem hann er að rækta undan en það er karlinn Snöggur, sem var sneggsta dúfan í keppnum síðasta sumar. Dagsgamall ungi í lófanum hjá Ragnari. Karlinn og kerlingin sjá um að gefa unganum mjólkina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Fuglar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira