Hákarlarnir snúa aftur, stærri og reiðari en áður Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 15:27 Hákarlar hræða okkur flest og það hafa þeir væntanlega gert frá því fyrsti mannapinn hætti sér of langt út í sjó á röngum tíma. Með hliðsjón af því er kannski eðlilegt hve margar kvikmyndir um hræðilega hákarla hafa verið gerðar. Þessum myndum hefur bara fjölgað ef eitthvað er, þó eingöngu væri litið til Sharknado myndanna. Fyrir nokkrum árum fengum við jarðarbúar að njóta myndarinnar The Meg. Hún fjallar um baráttu Jonas, sem leikinn var af hasarhetjunni Jason Statham, gegn risastórum og fornum hákarli sem kallast Megalodon. Án þess að fara nánar út í nokkuð raunveruleg vísindi myndarinnar, þá fannst þessi hákarl í Marianas-skurðinum en þegar hann slapp þaðan var hann fljótur að éta fólk í masssavís. Fyrsta stikla myndarinnar The Meg 2: The Trench var birt í gær. Nú hafa vísindamenn fundið fleiri risa-hákarla, auk risaeðla og stærðarinnar kolkrabba og þarf að kallast Jonas aftur til. Sem betur fer virðist sem framleiðendur myndarinnar taki sig ekki of alvarlega en í stiklunni má meðal annars sjá hákarl éta T-Rex, sem ætti auðvitað að vera í flestum stiklum, sama um hvað þær myndir eru. Til viðbótar geta áhugasamir séð stiklu annarrar nýrrar hákarlamyndar sem kallast The Black Demon hér að neðan. Hún fjallar líka um hræðilegan hákarl sem étur mikið af saklausum olíuborköllum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þessum myndum hefur bara fjölgað ef eitthvað er, þó eingöngu væri litið til Sharknado myndanna. Fyrir nokkrum árum fengum við jarðarbúar að njóta myndarinnar The Meg. Hún fjallar um baráttu Jonas, sem leikinn var af hasarhetjunni Jason Statham, gegn risastórum og fornum hákarli sem kallast Megalodon. Án þess að fara nánar út í nokkuð raunveruleg vísindi myndarinnar, þá fannst þessi hákarl í Marianas-skurðinum en þegar hann slapp þaðan var hann fljótur að éta fólk í masssavís. Fyrsta stikla myndarinnar The Meg 2: The Trench var birt í gær. Nú hafa vísindamenn fundið fleiri risa-hákarla, auk risaeðla og stærðarinnar kolkrabba og þarf að kallast Jonas aftur til. Sem betur fer virðist sem framleiðendur myndarinnar taki sig ekki of alvarlega en í stiklunni má meðal annars sjá hákarl éta T-Rex, sem ætti auðvitað að vera í flestum stiklum, sama um hvað þær myndir eru. Til viðbótar geta áhugasamir séð stiklu annarrar nýrrar hákarlamyndar sem kallast The Black Demon hér að neðan. Hún fjallar líka um hræðilegan hákarl sem étur mikið af saklausum olíuborköllum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira