Los Angeles Lakers vann 104-101 sigur á meisturum Golden State Warriors. Hetja liðsins í nótt kom úr óvæntri átt því Lonnie Walker fjórði skoraði öll fimmtán stigin sín í fjórða leikhlutanum sem Lakers vann 27-17.
Lonnie Walker IV is celebrated by his @Lakers teammates after his 15-point 4th quarter!
— NBA (@NBA) May 9, 2023
Lakers now lead the series 3-1... they can advance with a Game 5 win on Wednesday, 10pm/et on TNT. pic.twitter.com/0Z81Pj7dOa
LeBron James og Anthony Davis voru báðir öflugir, James með 27 stig og Davis með 23 stig og 15 fráköst. Lakers vann báða heimaleiki sína eftir að hafa tapað seinni leiknum í Golden State.
Það dugði ekki Golden State að Stephen Curry bauð upp á þrennu (31 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar). Walker skoraði fimm síðustu stigin og Anthony Davis spilaði flotta vörn á Curry í lokin.
Strong outings from LeBron and AD in the @Lakers Game 4 win to secure a 3-1 series lead!
— NBA (@NBA) May 9, 2023
LeBron: 27 PTS, 9 REB, 6 AST
AD: 23 PTS, 15 REB, 3 STL
LAL/GSW Game 5: Wednesday, 10 PM ET on TNT pic.twitter.com/b0GNGlNjFS
„Við hefðum ekki unnið þennan leik í kvöld án Lonnie Walker, það er öruggt,“ sagði LeBron James í leikslok. „Eins erfiður leikur og þessi var þá verður þetta enn erfiðara. Við skiljum það. Við vitum það,“ sagði James.
Lakers fær nú þrjá leiki til að reyna að slá út Golden State og næsti leikur liðanna er í San Francisco annað kvöld.
Jimmy Butler (26 PTS, 10 AST, 2 BLK) comes up big as the @MiamiHEAT win Game 4 to secure a 3-1 lead!
— NBA (@NBA) May 9, 2023
Game 5: Wednesday, 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Tl2vJpC4md
Jimmy Butler átti enn einn stórleikinn þegar Miami Heat vann 109-101 sigur á New York Knicks og komst í 3-1 í einvíginu. Butler var að þessu sinni með 27 stig og 10 stoðsendingar en Miami sem kom inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið en er heldur betur að valda usla í úrslitakeppninni.
Bam Adebayo var með 23 stig og 13 fráköst, Max Strus skoraði 16 stig og Kyle Lowry var með 15 stig. Aðeins fjögur lið, sem hafa komið inn sem áttunda raðaða liðið, hafa náð að vinna sjö leiki eins og Miami í ár en það eru New York Knicks 1999, Memphis Grizzlies 2011 og Philadelphia 76ers 2012.