Jarðskjálftahrinan hófst í Mýrdalsjökli á tíunda tímanum á fimmtudaginn. Fluglitakóði fyrir Kötlu var í kjölfarið settur á gult en slíkt er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand.
Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kemur fram að engin frekari virkni hafi þó mælst um helgina sem bendi til þess að það dragi frekar til tíðinda. Lögreglan á Suðurlandi lokaði veginum inn að Kötlujökli sama dag og óvissustiginu var lýst yfir en opnaði veginn aftur daginn eftir.