Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 11:00 Rúnar Kristinsson þakkar Arnari Grétarssyni fyrir leikinn eftir 5-0 tap KR gegn Val í gærkvöld. vísir/Diego KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. Rúnar er á sínu ellefta tímabili sem þjálfari KR. Fyrst stýrði hann liðinu á árunum 2010-2014 og svo aftur frá árinu 2017. Hann hefur þrívegis gert liðið að Íslandsmeistara, árin 2011, 2013 og 2019, og þrívegis að bikarmeistara, síðast árið 2014. Í fyrra lenti KR í 4. sæti Bestu deildarinnar og missti af Evrópusæti, eftir að hafa hafnað í 3. sæti 2021 og 5. sæti 2020. Þegar fimm umferðum er lokið af Bestu deildinni í ár sitja KR-ingar hins vegar í 10. sæti, stigi frá botni deildarinnar og með verstu markatöluna í deildinni. Þeir hafa ekki skorað eitt einasta mark í fjórum síðustu leikjum, sem allir hafa tapast, gegn Val, HK, FH og Víkingi. Í viðtali við Fótbolti.net eftir tapið gegn Val í gær sagði Rúnar að það væri ekki sitt að segja til um framtíð sína sem þjálfari KR, og mátti skilja á honum að hann hefði að minnsta kosti sjálfur hug á að stýra liðinu áfram. Vísir hafði samband við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um stöðuna. „Allir þessir menn eru klárlega missir“ Staða KR og Rúnars var rædd í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Ríkharð Óskar Guðnason var með þjálfarann og KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson sem sérfræðing. Klippa: Tilþrifin: Staða Rúnars og KR Ríkharð benti á að frá síðustu leiktíð, þegar KR endaði í 4. sæti, hefðu fjórir reynsluboltar kvatt liðið því Beitir Ólafsson og Pálmi Rafn Pálmason hættu, Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór til Breiðabliks og Kjartan Henry Finnbogason til FH. „Þetta eru allt leiðtogar. Þeir hafa ekki fengið neina slíka fyrir þetta tímabil,“ sagði Ríkharð. KR-ingar leituðu meðal annars til Noregs eftir liðsstyrk í vetur og fengu leikmenn sem ekki hafa staðið undir væntingum til þessa, sem og aðstoðarþjálfarann Ole Martin Nesselquist. Brynjar tók undir með Ríkharð varðandi það að miklir leiðtogar hefðu kvatt KR, og sagði breytingarnar í Vesturbænum mögulega hafa verið of miklar. „Þeir hafa ekki fengið þessar [leiðtoga]týpur. Og fyrir utan það að þetta eru allt reyndir, góðir leikmenn þá er þetta allt í gegnum „hrygginn“ á liðinu; markmaður, hafsent, miðjumaður og senter, sem er oft það sem þú byggir upp fyrst og bætir svo utan á. Allir þessir menn [Beitir, Pálmi, Arnór og Kjartan] eru klárlega missir fyrir KR-liðið og fyrir ungu strákana sem er verið að gefa tækifæri núna, eins og var kominn tími á í Vesturbænum.“ „Sé ekki KR fara í þær breytingar núna“ Ríkharð beindi þá spjótum sínum að Rúnari: „Ef þetta væri einhver annar þjálfari en Rúnar Kristinsson, sem er stórkostlegur þjálfari og hefur náð frábærum árangri, og er hjartað og einn af sonum Vesturbæjar… Maður þarf að spyrja spurningarinnar. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, markatalan 0-12, ef það væri einhver annar þjálfari að þjálfa KR núna þá væri hann undir gríðarlegri pressu á að missa starfið sitt.“ Norðmaðurinn Ole Martin Nesselquist kom inn í þjálfarateymi KR í vetur.vísir/Diego „Það væru allir þjálfarar í deildinni undir þeirri pressu. En ég sé ekki KR fara í þær breytingar núna. Þeir fengu Ole inn frá Noregi til að styðja við Rúnar og þjálfarateymið í KR,“ sagði Brynjar. En telur hann að Rúnar hugsi núna stöðu sína og velti fyrir sér hvort að hann sé kominn á endastöð með liðið? „Það hugsa ég ekki,“ sagði Brynjar og benti á þátt leikmanna: „Það þarf að fá frammistöðu frá leikmönnum. Mér finnst allt of margir skrefinu á eftir, hvort sem það er að pressa eða hlaupa til baka. Leikmenn verða að taka smá ábyrgð, og að sjálfsögðu Rúnar og þjálfarateymið líka. Kannski þurfa þeir aðeins að endurmeta stöðuna. Kannski voru þeir ekki alveg tilbúnir í allar þessar breytingar sem þeir eru búnir að gera síðustu 2-3 ár.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Rúnar er á sínu ellefta tímabili sem þjálfari KR. Fyrst stýrði hann liðinu á árunum 2010-2014 og svo aftur frá árinu 2017. Hann hefur þrívegis gert liðið að Íslandsmeistara, árin 2011, 2013 og 2019, og þrívegis að bikarmeistara, síðast árið 2014. Í fyrra lenti KR í 4. sæti Bestu deildarinnar og missti af Evrópusæti, eftir að hafa hafnað í 3. sæti 2021 og 5. sæti 2020. Þegar fimm umferðum er lokið af Bestu deildinni í ár sitja KR-ingar hins vegar í 10. sæti, stigi frá botni deildarinnar og með verstu markatöluna í deildinni. Þeir hafa ekki skorað eitt einasta mark í fjórum síðustu leikjum, sem allir hafa tapast, gegn Val, HK, FH og Víkingi. Í viðtali við Fótbolti.net eftir tapið gegn Val í gær sagði Rúnar að það væri ekki sitt að segja til um framtíð sína sem þjálfari KR, og mátti skilja á honum að hann hefði að minnsta kosti sjálfur hug á að stýra liðinu áfram. Vísir hafði samband við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um stöðuna. „Allir þessir menn eru klárlega missir“ Staða KR og Rúnars var rædd í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Ríkharð Óskar Guðnason var með þjálfarann og KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson sem sérfræðing. Klippa: Tilþrifin: Staða Rúnars og KR Ríkharð benti á að frá síðustu leiktíð, þegar KR endaði í 4. sæti, hefðu fjórir reynsluboltar kvatt liðið því Beitir Ólafsson og Pálmi Rafn Pálmason hættu, Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór til Breiðabliks og Kjartan Henry Finnbogason til FH. „Þetta eru allt leiðtogar. Þeir hafa ekki fengið neina slíka fyrir þetta tímabil,“ sagði Ríkharð. KR-ingar leituðu meðal annars til Noregs eftir liðsstyrk í vetur og fengu leikmenn sem ekki hafa staðið undir væntingum til þessa, sem og aðstoðarþjálfarann Ole Martin Nesselquist. Brynjar tók undir með Ríkharð varðandi það að miklir leiðtogar hefðu kvatt KR, og sagði breytingarnar í Vesturbænum mögulega hafa verið of miklar. „Þeir hafa ekki fengið þessar [leiðtoga]týpur. Og fyrir utan það að þetta eru allt reyndir, góðir leikmenn þá er þetta allt í gegnum „hrygginn“ á liðinu; markmaður, hafsent, miðjumaður og senter, sem er oft það sem þú byggir upp fyrst og bætir svo utan á. Allir þessir menn [Beitir, Pálmi, Arnór og Kjartan] eru klárlega missir fyrir KR-liðið og fyrir ungu strákana sem er verið að gefa tækifæri núna, eins og var kominn tími á í Vesturbænum.“ „Sé ekki KR fara í þær breytingar núna“ Ríkharð beindi þá spjótum sínum að Rúnari: „Ef þetta væri einhver annar þjálfari en Rúnar Kristinsson, sem er stórkostlegur þjálfari og hefur náð frábærum árangri, og er hjartað og einn af sonum Vesturbæjar… Maður þarf að spyrja spurningarinnar. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, markatalan 0-12, ef það væri einhver annar þjálfari að þjálfa KR núna þá væri hann undir gríðarlegri pressu á að missa starfið sitt.“ Norðmaðurinn Ole Martin Nesselquist kom inn í þjálfarateymi KR í vetur.vísir/Diego „Það væru allir þjálfarar í deildinni undir þeirri pressu. En ég sé ekki KR fara í þær breytingar núna. Þeir fengu Ole inn frá Noregi til að styðja við Rúnar og þjálfarateymið í KR,“ sagði Brynjar. En telur hann að Rúnar hugsi núna stöðu sína og velti fyrir sér hvort að hann sé kominn á endastöð með liðið? „Það hugsa ég ekki,“ sagði Brynjar og benti á þátt leikmanna: „Það þarf að fá frammistöðu frá leikmönnum. Mér finnst allt of margir skrefinu á eftir, hvort sem það er að pressa eða hlaupa til baka. Leikmenn verða að taka smá ábyrgð, og að sjálfsögðu Rúnar og þjálfarateymið líka. Kannski þurfa þeir aðeins að endurmeta stöðuna. Kannski voru þeir ekki alveg tilbúnir í allar þessar breytingar sem þeir eru búnir að gera síðustu 2-3 ár.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó