Howe fannst boltinn vera of lítið í leik í leiknum og var afar ósáttur við tafir Arsenal-manna.
Einhverjum þótti það þó vera kaldhæðni örlaganna að ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni er lengur að taka markspyrnur en Newcastle samkvæmt mælingu Sky Sports.
Newcastle er að meðaltali 36,8 sekúndur að taka markspyrnur í ensku úrvalsdeildinni, langlengst allra liða. Þar á eftir kemur Everton (33,1) og svo Brentford (32,9).
Average delay before goal kicks in the Premier League
— Football Daily (@footballdaily) May 8, 2023
Newcastle - 36.8 seconds
Everton - 33.1 seconds
Brentford - 32.9 seconds
Bournemouth - 32.7 seconds
Crystal Palace - 32.7 seconds
Chelsea - 31.8 seconds pic.twitter.com/qb4D9KpSIY
Martin Ödegaard kom Arsenal yfir gegn Newcastle í gær á 14. mínútu. Átján mínútum fyrir leikslok skoraði svo Fabian Schär sjálfsmark og lokatölur 0-2.
Newcastle er áfram í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig. Arsenal er í 2. sætinu með 81 stig, einu stigi á eftir toppliði Manchester City.