Harden magnaður þegar Philadelphia jafnaði metin eftir framlengdan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 23:01 James Harden fagnar hér með stuðningsmönnum eftir sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Stórkostleg frammistaða James Harden leiddi Philadelphia 76´ers til sigurs gegn Boston Celtics í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-2. Boston leiddi einvígið gegn Philadelphia 2-1 fyrir leikinn í kvöld og James Harden þurfti að sanna sig upp á nýtt eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leiknum sem 76´ers vann í Boston. Í síðustu tveimur leikjum einvígisins hafði hann aðeins hitt úr fimm af tuttugu og átta skotum utan af velli og aðeins skorað tvær þriggja stiga körfur. Harden tók áskoruninni heldur betur í kvöld. Hann átti gjörsamlega frábæran leik í 116-115 sigri Philadelphia 76´ers en leikurinn fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 107-107 að loknu venjulegum leiktíma. Harden jafnaði metin þegar rúmar fimmtán sekúndur voru eftir með góðri körfu þar sem hann fór illa með vörn Boston Celtics. JAMES HARDEN WITH 39.SENDS GAME 4 INTO OVERTIME.GET TO ESPN! pic.twitter.com/K5kQ7ZFXe4— NBA (@NBA) May 7, 2023 Framlengingin var æsispennandi. Joel Embiid skoraði tvö stiga af vítalínunni þegar 56 sekúndur voru eftir og kom þá Philadelphia í 113-112 forystu. Jayson Tatum skoraði hins vegar þriggja stiga körfu í næstu sókn Boston og kom gestunum 115-113 yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru eftir. James Harden var þó ekki hættur. Þegar 18 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu úr horninu eftir sendingu Embiid og kom Philadelphia aftur einu stigi yfir 116-115. JAMES HARDEN GAME-WINNER.42 POINTS IN THE GAME 4 WIN.SERIES TIED AT 2-2.#PLAYOFFMODE pic.twitter.com/FVG2pYJ9CC— NBA (@NBA) May 7, 2023 Boston fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin. Marcus Smart náði að koma boltanum ofan í körfuna en því miður fyrir hann var tíminn liðinn áður en hann sleppti boltanum. Dómararnir fóru skjáinn til að fá það staðfest og áhorfendur í Wells Fargo Center trylltust af fögnuðu þegar niðurstaðan lá fyrir. Lokatölur 116-115 fyrir Philadelphia 76´ers sem jafnar þar með metin í einvíginu. Smart's three comes after the buzzer.76ers win 116-115 to tie the series at 2-2!Wells Fargo Center is LOUD pic.twitter.com/YGvIRlxOEi— NBA (@NBA) May 7, 2023 James Harden átti magnaðan leik fyrir Philadelphia í kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal fjórum boltum. Stórkostleg frammistaða. Joel Embiid kom næstur með 34 stig og þrettán fráköst en þeir Jaylen Bowen, Jayson Tatum og Marcus Smart skoruðu allir yfir tuttugu stig fyrir Boston Celtics. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Boston leiddi einvígið gegn Philadelphia 2-1 fyrir leikinn í kvöld og James Harden þurfti að sanna sig upp á nýtt eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leiknum sem 76´ers vann í Boston. Í síðustu tveimur leikjum einvígisins hafði hann aðeins hitt úr fimm af tuttugu og átta skotum utan af velli og aðeins skorað tvær þriggja stiga körfur. Harden tók áskoruninni heldur betur í kvöld. Hann átti gjörsamlega frábæran leik í 116-115 sigri Philadelphia 76´ers en leikurinn fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 107-107 að loknu venjulegum leiktíma. Harden jafnaði metin þegar rúmar fimmtán sekúndur voru eftir með góðri körfu þar sem hann fór illa með vörn Boston Celtics. JAMES HARDEN WITH 39.SENDS GAME 4 INTO OVERTIME.GET TO ESPN! pic.twitter.com/K5kQ7ZFXe4— NBA (@NBA) May 7, 2023 Framlengingin var æsispennandi. Joel Embiid skoraði tvö stiga af vítalínunni þegar 56 sekúndur voru eftir og kom þá Philadelphia í 113-112 forystu. Jayson Tatum skoraði hins vegar þriggja stiga körfu í næstu sókn Boston og kom gestunum 115-113 yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru eftir. James Harden var þó ekki hættur. Þegar 18 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu úr horninu eftir sendingu Embiid og kom Philadelphia aftur einu stigi yfir 116-115. JAMES HARDEN GAME-WINNER.42 POINTS IN THE GAME 4 WIN.SERIES TIED AT 2-2.#PLAYOFFMODE pic.twitter.com/FVG2pYJ9CC— NBA (@NBA) May 7, 2023 Boston fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin. Marcus Smart náði að koma boltanum ofan í körfuna en því miður fyrir hann var tíminn liðinn áður en hann sleppti boltanum. Dómararnir fóru skjáinn til að fá það staðfest og áhorfendur í Wells Fargo Center trylltust af fögnuðu þegar niðurstaðan lá fyrir. Lokatölur 116-115 fyrir Philadelphia 76´ers sem jafnar þar með metin í einvíginu. Smart's three comes after the buzzer.76ers win 116-115 to tie the series at 2-2!Wells Fargo Center is LOUD pic.twitter.com/YGvIRlxOEi— NBA (@NBA) May 7, 2023 James Harden átti magnaðan leik fyrir Philadelphia í kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal fjórum boltum. Stórkostleg frammistaða. Joel Embiid kom næstur með 34 stig og þrettán fráköst en þeir Jaylen Bowen, Jayson Tatum og Marcus Smart skoruðu allir yfir tuttugu stig fyrir Boston Celtics.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins