„Þetta voru hræðileg mistök“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:00 David De Gea gerði hræðileg mistök í marki West Ham. Vísir/Getty David De Gea gerði sig sekan um slæm mistök í sigurmarki West Ham gegn Manchester United í dag. Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili opnaðist upp á gátt eftir úrslit helgarinnar. West Ham vann 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Said Benrahma sem skoraði sigurmark West Ham í fyrri hálfleik. Hann skaut að marki fyrir utan vítateig og David De Gea, markvörður United, missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá sér og í netið. Úrslitin eru bagaleg fyrir United sem hefði getað lyft sér upp í þriðja sætið með sigri og í leiðinni stigið stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er nú stigi á undan Liverpool með einn leik til góða. United á fjóra leiki eftir í deildinni en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á fjóra leiki eftir líkt og United. Hér sést Said Benrahma skjóta að marki en David De Gea náði ekki að verja fremur laust skot Benrahma.Vísir/Getty Eftir leik vildi Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, ekki skella skuldinni á spænska markvörðinn. „Mistök eru hluti af knattspyrnu og í þessu liði þarftu að takast á við þau og koma til baka vegna þess að þetta er liðsíþrótt,“ sagði Ten Hag í viðtali eftir leikinn. „Hann er sá markvörður sem heldur einna oftast hreinu og það gerum við líka sem lið. Þetta getur gerst, þetta er fótbolti en allir þurfa að taka ábyrgð.“ „Gerir stór mistök í stórum leikjum“ Samningur De Gea rennur út að tímabilinu loknu og hafa samningaviðræður um framleningu staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Mistök eins og þau sem De Gea gerði í dag hjálpa honum varla á þeirri vegferð að sækja nýjan samning hjá United. „Spurningin er hvort hann sé nógu góður í fótunum til að spila eins og Erik Ten Hag vill,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður United, eftir leikinn í dag. „Hvað varðar það að verja skot þá gerði hann mistök í dag, en það er ekki það sem er málið. Er hann nógu góður knattspyrnumaður til að spila fyrir Manchester United?“ 4 - David de Gea has made four errors leading to a goal in all competitions this season, the joint-most of any Premier League player, along with Hugo Lloris. Howler. pic.twitter.com/nnDGryuhQP— OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2023 Peter Crouch var með Ferdinand í stúdíói BT Sport eftir leik. Hann sagði ekki hægt að fara í felur með það að mistök De Gea í dag hefðu verið hræðileg. „Ef hann er í samningaviðræður þá hjálpar það ekki að gera svona mistök. Hann hefur verið frábær markvörður á síðustu árum en í augnablikinu líður manni þannig að hann geri stór mistök í stórum leikjum. David De Gea klúðraði í dag, við getum ekki sykurhúðað það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt, þetta voru hræðileg mistök.“ Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
West Ham vann 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Said Benrahma sem skoraði sigurmark West Ham í fyrri hálfleik. Hann skaut að marki fyrir utan vítateig og David De Gea, markvörður United, missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá sér og í netið. Úrslitin eru bagaleg fyrir United sem hefði getað lyft sér upp í þriðja sætið með sigri og í leiðinni stigið stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er nú stigi á undan Liverpool með einn leik til góða. United á fjóra leiki eftir í deildinni en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á fjóra leiki eftir líkt og United. Hér sést Said Benrahma skjóta að marki en David De Gea náði ekki að verja fremur laust skot Benrahma.Vísir/Getty Eftir leik vildi Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, ekki skella skuldinni á spænska markvörðinn. „Mistök eru hluti af knattspyrnu og í þessu liði þarftu að takast á við þau og koma til baka vegna þess að þetta er liðsíþrótt,“ sagði Ten Hag í viðtali eftir leikinn. „Hann er sá markvörður sem heldur einna oftast hreinu og það gerum við líka sem lið. Þetta getur gerst, þetta er fótbolti en allir þurfa að taka ábyrgð.“ „Gerir stór mistök í stórum leikjum“ Samningur De Gea rennur út að tímabilinu loknu og hafa samningaviðræður um framleningu staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Mistök eins og þau sem De Gea gerði í dag hjálpa honum varla á þeirri vegferð að sækja nýjan samning hjá United. „Spurningin er hvort hann sé nógu góður í fótunum til að spila eins og Erik Ten Hag vill,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður United, eftir leikinn í dag. „Hvað varðar það að verja skot þá gerði hann mistök í dag, en það er ekki það sem er málið. Er hann nógu góður knattspyrnumaður til að spila fyrir Manchester United?“ 4 - David de Gea has made four errors leading to a goal in all competitions this season, the joint-most of any Premier League player, along with Hugo Lloris. Howler. pic.twitter.com/nnDGryuhQP— OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2023 Peter Crouch var með Ferdinand í stúdíói BT Sport eftir leik. Hann sagði ekki hægt að fara í felur með það að mistök De Gea í dag hefðu verið hræðileg. „Ef hann er í samningaviðræður þá hjálpar það ekki að gera svona mistök. Hann hefur verið frábær markvörður á síðustu árum en í augnablikinu líður manni þannig að hann geri stór mistök í stórum leikjum. David De Gea klúðraði í dag, við getum ekki sykurhúðað það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt, þetta voru hræðileg mistök.“
Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira