Sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 22:30 KR tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-1 sigri á Álftanesi. Vísir/Hulda Margrét Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag. Grótta, FHL, KR, Grindavík, Fram og Víkingur eru öll komin áfram í 16-liða úrslit eftir sigra í dag. Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira
Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira