Los Angeles Lakers tók aftur forystuna í einvígi sínu við ríkjandi NBA meistara Golden State Warriors með þrjátíu stiga sigri í nótt, 127-97. Leikið var í Los Angeles.
Anthony Davis og Lebron James voru atkvæðamestir í liði Los Angeles Lakers því þó James hafi ekki tekið skot í fyrsta leikhluta, í fyrsta sinn á hans ferli í úrslitakeppni NBA, þá endaði hann með 21 stig, átta stoðsendingar og átta fráköst.
Sterkur varnarleikur lagði grunninn að sigri Lakers sem er komið með 2-1 forystu í einvíginu, fjórði leikur liðanna fer einnig fram í Los Angeles.
Þá vann Miami Heat þriðja leikinn í einvíginu við New York Knicks. Fyrir leik næturinn stóð einvígið jafnt, hvort lið um sig með einn sigur.
Jimmy Butler fór mikinn í liði Miami Heat í leik næturinn. Hann setti niður 28 stig og þá var Max Strus einnig drjúgur í stigaskorun.
Svo fór að Miami vann nítján stiga sigur, 105-86 og er því komið með 2-1 forystu í einvígi sínu við New York Knicks.