Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 08:00 Eins og sjá má blæddi duglega úr höfði Kristófers Acox eftir atvikið. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. Tindastóll vann eins stigs sigur á Val í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gær. Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en Valsmenn áttu ótrúlega endurkomu í síðasta fjórðungnum og voru nálægt því að stela sigrinum. Í upphafi síðari hálfleiks varð atvik undir körfu Valsmanna þar sem Kristófer Acox fékk olnboga Adomas Drungilas í höfuðið. Kristófer þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Kristófer mætti aftur til leiks vafinn um höfuðið.Vísir/Bára Dröfn Rætt var um atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gær en í lýsingunni var sérfræðingurinn Hörður Unnsteinsson á því að vísa hefði Drungilas af velli. Dómararnir létu hins vegar óíþróttamannslega villu duga. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson annar af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eftir leik í gær. Eru þeir að meta að hann hafi slegið hann viljandi? Kjartan Atli Kjartansson sagðist hafa reynt að heyra í nokkrum dómurum varðandi atvikið og hvað væri lagt til grundvallar þegar það væri metið en fá svör fengið. „Það hlýtur að vera einhver spurningalisti sem þeir fara eftir,“ bætti Kjartan Atli við og Teitur velti fyrir sér hver refsingin væri ef metið væri að olnbogaskot væri viljandi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Olnbogaskot í leik Vals og Tindastóls „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Alla umræðu Kjartans Atla, Teits og Darra Freys Atlasonar í Subway Körfuboltakvöldi er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar velta þeir félagar því meðal annars fyrir sér hvort atvikið verði mögulega skoðað nánar. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Tindastóll vann eins stigs sigur á Val í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gær. Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en Valsmenn áttu ótrúlega endurkomu í síðasta fjórðungnum og voru nálægt því að stela sigrinum. Í upphafi síðari hálfleiks varð atvik undir körfu Valsmanna þar sem Kristófer Acox fékk olnboga Adomas Drungilas í höfuðið. Kristófer þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Kristófer mætti aftur til leiks vafinn um höfuðið.Vísir/Bára Dröfn Rætt var um atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gær en í lýsingunni var sérfræðingurinn Hörður Unnsteinsson á því að vísa hefði Drungilas af velli. Dómararnir létu hins vegar óíþróttamannslega villu duga. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson annar af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eftir leik í gær. Eru þeir að meta að hann hafi slegið hann viljandi? Kjartan Atli Kjartansson sagðist hafa reynt að heyra í nokkrum dómurum varðandi atvikið og hvað væri lagt til grundvallar þegar það væri metið en fá svör fengið. „Það hlýtur að vera einhver spurningalisti sem þeir fara eftir,“ bætti Kjartan Atli við og Teitur velti fyrir sér hver refsingin væri ef metið væri að olnbogaskot væri viljandi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Olnbogaskot í leik Vals og Tindastóls „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Alla umræðu Kjartans Atla, Teits og Darra Freys Atlasonar í Subway Körfuboltakvöldi er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar velta þeir félagar því meðal annars fyrir sér hvort atvikið verði mögulega skoðað nánar.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07