Lífið

Fór beint upp á flug­­völl og aftur til Banda­­ríkjanna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Harry Bretaprins er farinn aftur heim til Bandaríkjanna.
Harry Bretaprins er farinn aftur heim til Bandaríkjanna. AP/Toby Melville

Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag.

Krýningarathöfn Karls III fór fram í dag í London og fylgdist fólk með víða um heim þegar krúnunni var komið fyrir á höfði hans. Öll stórfjölskyldan var mætt, fyrir utan aðra tengdadótturina, Meghan Markle, og börn hennar og Harry Bretaprins. 

Harry var þó ekki lengi að koma sér í burtu eftir krýningarathöfnina og greinir PageSix frá því að klukkutíma eftir því að henni lauk hafi hann verið kominn upp í flugvél á leið til Bandaríkjanna en hann býr þar. 

Ástæðan fyrir því mun vera sú að sonur Harry, Archie, á fjögurra ára afmæli í dag. Því gat hann ekki dvalið lengur í Bretlandi. 


Tengdar fréttir

Karl krýndur konungur

Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir 

Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi

Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.