Fótbolti

Guð­rún hrósaði sigri í Ís­lendinga­slagnum

Aron Guðmundsson skrifar
Guðrún Arnardóttir í leik með Rosengard
Guðrún Arnardóttir í leik með Rosengard Twitter @fotbollskanal

Ís­lenska lands­liðs­konan í knatt­spyrnu, Guð­rún Arnar­dóttir, var í hjarta varnarinnar hjá Ros­engard og spilaði allan leikinn er liðið vann 2-0 sigur á Kristian­stad í dag.

Það var um sann­kallaðan Ís­lendinga­slag að ræða í sænsku úr­vals­deildinni í dag þegar að Ros­engard tók á móti Kristian­stad. Guð­rún í vörninni hjá Ros­engard og þá leika Hlín Eiríksdóttir og Amanda Andradóttir með Kristian­stad undir stjórn Elísa­betar Gunnars­dóttur.

Hlín var í byrjunarliði Kristianstad í leiknum en Amanda var á meðal varamanna liðsins og kom ekkert við sögu.

Kristian­stad hafði farið betur af stað í sænsku úr­vals­deildinni fram að leik dagsins en þurfti að sætta sig við að lúta í minni pokann gegn ríkjandi Sví­þjóðar­meisturum Ros­engard.

Olivia Schough skoraði bæði mörk Ros­engard í leiknum í fyrri hálf­leik og þar við sat.

Með sigrinum er Ros­engard komið með 10 stig eftir fyrstu sex um­ferðir tíma­bilsins og fremur brös­ótta byrjun og situr í 6. sæti deildarinnar.

Kristians­dag er með tveimur stigum meira, alls tólf stig, og situr í 4. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×