Meistaraþjálfarar NBA-deildarinnar fá sparkið hver á fætur öðrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 15:30 Mike Budenholzer er búinn að missa starfið hjá Milwaukee Bucks. Getty/Megan Briggs Milwaukee Bucks rak í gær þjálfarann Mike Budenholzer eftir að liðið datt út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar þrátt fyrir að vera með besta árangurinn í Austurdeildinni í vetur. Það þýðir að þrír af síðustu fjórum þjálfurum sem hafa gert lið að NBA-meisturum hafa verið reknir úr starfi. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Sá eini sem stendur eftir er Steve Kerr, sem gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum í fyrra en félagið hafði einnig unnið titilinn þrisvar áður undir hans stjórn. Auk Budenholzer (Bucks, 2021) þá þurftu þeir Frank Vogel (Lakers, 2020) og Nick Nurse (Raptors, 2019) einnig að taka pokann sinn. Budenholzer átti einn tvö ár eftir af sínum samningi og átti að fá fyrir þau sextán milljónir dollara. Bucks liðið vann 58 leiki undir hans stjórn í deildarkeppninni en varð aðeins sjötta liðið í NBA-sögunni sem dettur út á móti áttunda sætinu. Miami Heat vann einvígi liðanna 4-1 þar sem Jimmy Butler var með 37,6 stig í leik þar sem hann nýtti skotin sína 59,7 prósent. Giannis Antetokounmpo missti líka af leikjum í einvíginu vegna meiðsla og það vó líka þungt. Það er allt annað en algengt að þjálfarar með besta árangurinn í NBA komi ekki til bakar árið eftir. Budenholzer er aðeins sjá fjórði á síðustu fimmtíu árum en hinir eru Mike Brown (Cleveland Cavaliers 2009-10), Phil Jackson (Chicago Bulls 1997-98) og Pat Riley (Los Angeles Lakers 1989-90). Milwaukee vann 69 prósent deildarleikja undir stjórn Budenholzer (271-120) og var ekkert lið með betri árangur í deildinni á þeim tíma. Liðið var með besta árangurinn í deildinni á þremur tímabilum (2018-19, 2019-20 og 2022-23) en komst aldrei í lokaúrslitin á þeim tímabilum. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Það þýðir að þrír af síðustu fjórum þjálfurum sem hafa gert lið að NBA-meisturum hafa verið reknir úr starfi. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Sá eini sem stendur eftir er Steve Kerr, sem gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum í fyrra en félagið hafði einnig unnið titilinn þrisvar áður undir hans stjórn. Auk Budenholzer (Bucks, 2021) þá þurftu þeir Frank Vogel (Lakers, 2020) og Nick Nurse (Raptors, 2019) einnig að taka pokann sinn. Budenholzer átti einn tvö ár eftir af sínum samningi og átti að fá fyrir þau sextán milljónir dollara. Bucks liðið vann 58 leiki undir hans stjórn í deildarkeppninni en varð aðeins sjötta liðið í NBA-sögunni sem dettur út á móti áttunda sætinu. Miami Heat vann einvígi liðanna 4-1 þar sem Jimmy Butler var með 37,6 stig í leik þar sem hann nýtti skotin sína 59,7 prósent. Giannis Antetokounmpo missti líka af leikjum í einvíginu vegna meiðsla og það vó líka þungt. Það er allt annað en algengt að þjálfarar með besta árangurinn í NBA komi ekki til bakar árið eftir. Budenholzer er aðeins sjá fjórði á síðustu fimmtíu árum en hinir eru Mike Brown (Cleveland Cavaliers 2009-10), Phil Jackson (Chicago Bulls 1997-98) og Pat Riley (Los Angeles Lakers 1989-90). Milwaukee vann 69 prósent deildarleikja undir stjórn Budenholzer (271-120) og var ekkert lið með betri árangur í deildinni á þeim tíma. Liðið var með besta árangurinn í deildinni á þremur tímabilum (2018-19, 2019-20 og 2022-23) en komst aldrei í lokaúrslitin á þeim tímabilum. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira