Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Smári Jökull Jónsson skrifar 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel Vilhjálmsson gerir ráð fyrir að spila áfram körfubolta á næstu leiktíð. Vísir Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hætti sem leikmaður karlaliðs og þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í gær. Bróðir hans hætti sem þjálfari karlaliðsins fyrr í vor en hann segir það hafa lítið að segja um ákvörðunina. Frá árinu 2008 er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með hérlendis en þó með hléum þar sem hann lék erlendis um hríð. Hann hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðustu ár og einnig náð góðum árangri sem þjálfari kvennaliðsins. Fjölskyldutengdar ástæður liggi hins vegar að baki ákvörðun gærdagsins. „Ég á tvö lítil börn og eins og staðan er í dag, og er búin að vera síðustu fjögur ár, þá er ég að fara út af heimilinu klukkan svona fjögur, hálf fimm. Þau eru að koma úr leikskóla um fjögurleytið. Ég næ hálftíma á dag og mér finnst það bara ekki nóg. Ég var að eignast börn til að vera með þeim og eyða tíma með þeim,“ sagði Hörður Axel í samtali við Val Pál Eiríksson en viðtalið birtist í Sportpakka gærdagsins. Hörður Axel segist gera ráð fyrir að halda áfram að spila en mun leggja þjálfaraflautuna á hilluna. „Hvar það verður hef ég ekki hugmynd um. Mér fannst réttast gagnvart öllum að koma hreint fram við Keflavík og rifta áður en ég færi að spá og horfa í kringum mig,“ en Hörður segir ákvörðunina ekki hafa með ákvörðun bróður hans, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, að gera að hætta sem þjálfari Keflavíkur. „Auðvitað myndi ég vilja spila fyrir bróður minn og við erum mjög nánir og allt það. Fyrst og fremst er ég að hugsa um sjálfan mig. Þetta eru búin að vera fjögur ár sem hann hefur þjálfað og auðvitað hefði margt getað farið betur en ég held að hann sé búinn að vinna mjög gott starf fyrir Keflavík,“ bætir Hörður Axel við og segir í sjálfu sér engin særindi vera gagnvart Keflavík. Allt viðtalið við Hörð Axel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir nánast framhaldið hjá honum og hvar hann er ekki til í að spila á næstu leiktíð. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hætti sem leikmaður karlaliðs og þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í gær. Bróðir hans hætti sem þjálfari karlaliðsins fyrr í vor en hann segir það hafa lítið að segja um ákvörðunina. Frá árinu 2008 er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með hérlendis en þó með hléum þar sem hann lék erlendis um hríð. Hann hefur verið lykilmaður hjá liðinu síðustu ár og einnig náð góðum árangri sem þjálfari kvennaliðsins. Fjölskyldutengdar ástæður liggi hins vegar að baki ákvörðun gærdagsins. „Ég á tvö lítil börn og eins og staðan er í dag, og er búin að vera síðustu fjögur ár, þá er ég að fara út af heimilinu klukkan svona fjögur, hálf fimm. Þau eru að koma úr leikskóla um fjögurleytið. Ég næ hálftíma á dag og mér finnst það bara ekki nóg. Ég var að eignast börn til að vera með þeim og eyða tíma með þeim,“ sagði Hörður Axel í samtali við Val Pál Eiríksson en viðtalið birtist í Sportpakka gærdagsins. Hörður Axel segist gera ráð fyrir að halda áfram að spila en mun leggja þjálfaraflautuna á hilluna. „Hvar það verður hef ég ekki hugmynd um. Mér fannst réttast gagnvart öllum að koma hreint fram við Keflavík og rifta áður en ég færi að spá og horfa í kringum mig,“ en Hörður segir ákvörðunina ekki hafa með ákvörðun bróður hans, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, að gera að hætta sem þjálfari Keflavíkur. „Auðvitað myndi ég vilja spila fyrir bróður minn og við erum mjög nánir og allt það. Fyrst og fremst er ég að hugsa um sjálfan mig. Þetta eru búin að vera fjögur ár sem hann hefur þjálfað og auðvitað hefði margt getað farið betur en ég held að hann sé búinn að vinna mjög gott starf fyrir Keflavík,“ bætir Hörður Axel við og segir í sjálfu sér engin særindi vera gagnvart Keflavík. Allt viðtalið við Hörð Axel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir nánast framhaldið hjá honum og hvar hann er ekki til í að spila á næstu leiktíð.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum