„Ég er dauðafrír þarna!“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 22:21 Birnir Snær Ingason hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason, sóknarmaður Víkinga, hefur byrjað tímabilið frábærlega í Bestu deildinni. Í kvöld lagði hann upp þrjú mörk og gaf lykilsendinguna í einu markinu í 4-1 sigri Víkinga gegn Keflavík. „Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17